
árgangur 2006 er jólasnapsinn minn i ár. Hann fær mig til að brosa.
 Jólin hafa verið skemmtileg og gefandi. Þannig fékk ég graflax frá bróður mínum og mágkonu sem hefur verið þríveigis í forrétt um hátíðirnar hjá mér, eða í öllum veislunum sem ég hef haldið. Meira segja fengum við graflaxinn sem bróðir sendi systur okkar í stórfjölskylduveislunni á öðrum degi jóla. Enda alveg einstakt ljúmeti. Það vantaði bara uppskriftina frá mömmu að sósunni frægu. Hafið bestu þakkir bróðir og mágkona.
Jólin hafa verið skemmtileg og gefandi. Þannig fékk ég graflax frá bróður mínum og mágkonu sem hefur verið þríveigis í forrétt um hátíðirnar hjá mér, eða í öllum veislunum sem ég hef haldið. Meira segja fengum við graflaxinn sem bróðir sendi systur okkar í stórfjölskylduveislunni á öðrum degi jóla. Enda alveg einstakt ljúmeti. Það vantaði bara uppskriftina frá mömmu að sósunni frægu. Hafið bestu þakkir bróðir og mágkona.
 Ég er orðin meiri kaffisvelgur en gott þykir. Sló þó öll met, þó ekki í kaffidrykkju, á milli jóla og nýárs. Lét spá í bolla hjá mér. Þannig var að ég og Hólmgeir ásamt Finni og Guðjóni vinum okkar fórum í hestaleiðangur á Rangárvellina. Til að sækja hesta.  Vorum við vel vopnum búnir og tilbúnir í slark. Það kom þó ekki til þess þar sem  bændur á Kaldbak fóru á fjórhjólum að smala hólmann og komu með stóðið heim í gerðið. Á meðan sátum við með heimsætunni, þeirri elstu á bænum, glaðlyndri og skemmtilegri eldri frú sem krafðist þess að fá að spá í bollana okkar. Eftir nokkuð japl jaml og fuður, urðum við við þessari málaleita. Í fyrsta sinn var spáð í bolla fyrir mig eftir að ég hafði farið með allar serímóníurnar og snúið bolla bæði rangsælis og réttsælis í þrjá hringi yfir höfðinu. Aðrir gerðu líkt hið sama. Spádómarnir voru skemmitlegir en þó hélt hún einhverju eftir hjá sumum, sennilega slæmum tíðindum. Þannig má Finnur ekki fara í hrossakaup á næstunni því einhver reynir að hlunnfara hann. Hólmgeir er ungur og brokkgengur og hjá mér er bjart framundan og fjársjóður lá í botni bollans. Etv eitthvað lauslæti líka. Hver veit nema ég fari að að verða fráhverfur skírlífsheitinu á komandi ári.
Ég er orðin meiri kaffisvelgur en gott þykir. Sló þó öll met, þó ekki í kaffidrykkju, á milli jóla og nýárs. Lét spá í bolla hjá mér. Þannig var að ég og Hólmgeir ásamt Finni og Guðjóni vinum okkar fórum í hestaleiðangur á Rangárvellina. Til að sækja hesta.  Vorum við vel vopnum búnir og tilbúnir í slark. Það kom þó ekki til þess þar sem  bændur á Kaldbak fóru á fjórhjólum að smala hólmann og komu með stóðið heim í gerðið. Á meðan sátum við með heimsætunni, þeirri elstu á bænum, glaðlyndri og skemmtilegri eldri frú sem krafðist þess að fá að spá í bollana okkar. Eftir nokkuð japl jaml og fuður, urðum við við þessari málaleita. Í fyrsta sinn var spáð í bolla fyrir mig eftir að ég hafði farið með allar serímóníurnar og snúið bolla bæði rangsælis og réttsælis í þrjá hringi yfir höfðinu. Aðrir gerðu líkt hið sama. Spádómarnir voru skemmitlegir en þó hélt hún einhverju eftir hjá sumum, sennilega slæmum tíðindum. Þannig má Finnur ekki fara í hrossakaup á næstunni því einhver reynir að hlunnfara hann. Hólmgeir er ungur og brokkgengur og hjá mér er bjart framundan og fjársjóður lá í botni bollans. Etv eitthvað lauslæti líka. Hver veit nema ég fari að að verða fráhverfur skírlífsheitinu á komandi ári.
Til er mynd
mynd í minni bók
mynd af engli
engli sem grætur.
brosir gegnum tárin
innviðið er brotið
en myndin er ósnortin
Hróel
1986-
Hellist yfir hugarbálið
er húmið sækir að.
í þig verð að stappa stálið
stattu bein og mundu það
að eftir skúr mun skína sólin
skært og hlýtt á heima hólinn.
1. Ég keypti nýja útgáfu af trivial pursuit sem verður spilað á kvöldin þegar krakkarnir koma í mat, ef þau mega vera að því fyrir próflestri þ.a.s. Þau eru svo elskuleg að koma alltaf á þriðjudögum og sunnudögum og borða með gamla karlinum og skemmta honum. Nú er hinsvegar prófstressið byrjað hjá þeim blessuðum og eina vantaði í fiskibollurnar og grjónagrautin sem ég eldaði í gær. Ekta íslenskt kvöld.
2. Á sunnudaginn verður fyrsta laufabrauðs gerðin. Hitti þá systur og systurdætur og þeirra fólk og skerum út með þar til gerðum járnum og skreytum eins og hver kann kúnst til.
3. Þann 13. desember er svo aftur laufabrauðsgerð með tveimur vinafjölskyldum, reyðarfjarðar þilskipaútgerðarmanninum og hans fólki og píanóleikaranum sem nú er orðin organisti ofan á allt annað listastúss. Þetta er orðin meira en áratugahefð og með laufabrauðsgerðinni legg ég alltaf til púrtvín og blámygluost. Lengi vel notaði ég Stilton en íslenski akureyrar gull osturinn slær honum alveg við og hef notað hann mörg ár eða ef ég dett niður á frönsk afbrigði í ostabúðinni á Bitruhálsi þá hef ég freistast til að kaupa slíkt. Í ár verður partíð hjá mér og ég hlakka til að fá líf í húsið, enda syngja og trallar allt þetta söngelska fólk og spilar af fingrum fram. Ég les gjarnan ljóð eða valdan kafla úr einhverri hnyttinni bók. Svo er alltaf endað á því að borða hangið kjöt, læri á beini sem er soðið í ofni að hætti píanóleikarans.
4. Á föstudaginn kemur förum við í leikhús. Þ.e. ég og börnin öll fjögur. Strákarnir tveir og kærustur þeirra. Mér datt það snjallræði í hug að kaupa áskriftarmiða fyrir alla fjölskylduna í Borgarleikhúsið í vetur. Það kostar ekki mikið, því þeir bjóða upp á námsmanna- og ungmenna afslátt svo miðinn kostar ekki mikið meira en að fara í bíó. Við ætlum að fara í fyrsta sinn og sjáum Fló á skinni.
5. Í desember er úr vöndu að ráða með tónleika því úrvalið er svo mikið. Ég hef haft fyrir reglu í mörg ár að fara á jólatónleika Móttettukórsins í Hallgrímskirkju og verður enginn svikinn af því. Í ár ætla ég að halda mig við það reikna ég með en er líka spenntur að fylgjast með öðru framboði enda tækifærissinni.
6. Bækur. Þær eru ómissandi og gott að grúska í eina eða tvær af jólabókunum. Ég er búinn með sólkross, gerði það á ferð minni til BNA fyrir skemmstu. Þarf nú að velja mér næstu bók, af nógu að er af taka.
7. Strákarnir á Mílanó. Ekki má gleyma þeim góðu fundum á laugardögum þegar við hittumst í hádeginu og býsnum yfir ástandinu og þykjums vera að vísindast. Þetta er orðin fastur liður í tilverunni um þessar mundir.
8. Hestar. Þeir verða teknir á hús um miðjan desember eða þar um bil. Ég stefni að því að hafa fjóra í húsi i vetur. Ekki veitir af því báðar kærustur drengjanna eru hestakonur
9. Sprikl og fjallgöngur. Ég þarf að taka mig á.
10. Já tíu, hvað er nú það. Eitthvað sem bíður í óvissunni og kemur óvænt og hressir upp á lífið.
Fyrst voru nokkur smátt skorin hvítlauksrif, einn smátt skorinn rauðlaukur steiktur í blöndu af smjöri og olíu á pönnu í nokkrar mínútur þar til mjúkt. Saltað og piprað og kryddað með hnífsoddi af chilipipar. Því næst var smárri hörpuskel, risarækjum og blönduðum sjávarkokteil skellt á pönnuna og svissað aðeins að utan og veitt af pönnunni. Þá var smá hvítvíni skvett yfir, alkóhólið soðið af, hálfri dós af niðursoðnum tómötum bætt saman við, slatti af rjóma (Ragnar notaði rjómaost en hann átti ég ekki), og sjávarfanginu bætt aftur saman við.
 Með þessu bar ég fram salat, baguette og pasta skrúfurnar hennar diddúar eins og ég kalla Casarecce afbrigðið.
Með þessu bar ég fram salat, baguette og pasta skrúfurnar hennar diddúar eins og ég kalla Casarecce afbrigðið.
Hrörnar þöll
sú er stendur þorpi á.
Hlýr-at henni börkur né barr.
Svo er maður
sá er manngi ann.
Hvað skal hann lengi lifa?
Fyrst eru 15-20 sveskjur settar í pott og vatn hellt yfir, nóg til að hylja, og svo eru þær hitaðar að suðu og svo tekið af hitanum og leyft að liggja í heitu vatninu í 10 mínútur. Vatninu er svo hellt frá og lagt til hliðar þar til síðar í matargerðinni....
Hún (sósan) er gerð þannig að soð er útbúið í potti - kannski kjúklingasoð eða svínasoð (ég notaði 2 teninga svínasoðs)... svona um það bil 250 ml samtals. Næst er einn fínt skorinn laukur steiktur á pönnunni sem lundirnar voru steiktar (ekki henda fitunni sem er á pönnunni, fullt af bragði þar) og ein klípa af smjöri bætt saman við. Steikt þar til laukurinn er orðin mjúkur og þá er einu góðu glasi af hvítvíni sett á pönnuna og suðunni leyft að koma upp og soðið aðeins niður. Þá er soðinu - ca. 250 ml hellt saman við, 3 lárviðarlaufum, hálfu handfylli af fersku timian (ég notaði 1 tsk af þurrkuðu timian), og svo vatninu af sveskjunum og svo auðvitað sveskjunum sjálfum. Saltað og piprað. Þetta er svo soðið upp og leyft að sjóða niður um helming. Þá er sósan síuð og sett aftur á pönnuna og 250 ml rjóma er bætt á pönnuna. Soðin í nokkrar mínútur þar til hún fer að þykkna og þá er grísalundunum bætt aftur saman við og þær hitaðar í gegn.
Andarnefju éta vann
yndislega það niður rann
sæll gjörðist nú hinn svangi.
En meðlæti fylgir margoft böl
maðurinn fékk nú iðrakvöl
með norðvestan niðurgangi.
 ...og það byrjar á morgun. Nánar tiltekið kl 9.00. Í Elliðaárdalnum.  Að því loknu ætla ég að bjóða einstakri manneskju upp á fótabað eftir þessum nákvæmu leiðbeiningum.
...og það byrjar á morgun. Nánar tiltekið kl 9.00. Í Elliðaárdalnum.  Að því loknu ætla ég að bjóða einstakri manneskju upp á fótabað eftir þessum nákvæmu leiðbeiningum. Nú er sá árstími að ég er að kenna ungu og velgefnu fólki. Kennslan fer þannig fram að þau kenna hvert öðru í formi fyrirlestra, um tilfelli með sjaldgæfa kvilla sem hrjáir mannkynið. ég set mig í prófessorsstellingarnar og fylgist með af athygli.
Nú er sá árstími að ég er að kenna ungu og velgefnu fólki. Kennslan fer þannig fram að þau kenna hvert öðru í formi fyrirlestra, um tilfelli með sjaldgæfa kvilla sem hrjáir mannkynið. ég set mig í prófessorsstellingarnar og fylgist með af athygli.  Í dag er framboð af fiski mun meira en þegar ég ólst upp. Á mínu heimili var reyndar alla tíð fiskmeti í hávegum haft og fiskur eldaður á fjölbreytilegan hátt. Best þótti mér þegar mamma steikti rauðsprettu eða smálúðuflök á pönnu sem nú er komin í eigu bróður míns. Mamma hafði alveg einstakt lag á matbúa fisk og var hann ætið eldaður í hádeginu. Á hverjum virkum degi. Sumt vildi ég síður borða af gikkshætti en sé mig alveg í dag prófa það einhvern tímann, t.d. steiktar kinnar í raspi.
Í dag er framboð af fiski mun meira en þegar ég ólst upp. Á mínu heimili var reyndar alla tíð fiskmeti í hávegum haft og fiskur eldaður á fjölbreytilegan hátt. Best þótti mér þegar mamma steikti rauðsprettu eða smálúðuflök á pönnu sem nú er komin í eigu bróður míns. Mamma hafði alveg einstakt lag á matbúa fisk og var hann ætið eldaður í hádeginu. Á hverjum virkum degi. Sumt vildi ég síður borða af gikkshætti en sé mig alveg í dag prófa það einhvern tímann, t.d. steiktar kinnar í raspi.  Í dag snjóar sem minnir mig á áhlaupin sem hafa átt sér stað í október á sl. árum. Merkilegt að ég skuli yfirhöfuð minnast þeirra, en síðan ég fór í hestamennskuna þá er eins og að veðurvitund hafi farið vaxandi. Í hestamennsku verður maður hluti af náttúrunni. Að ferðast á hestum á sumrin er engu líkt. Nándin við náttúruna verður mikil og sterk. Reiðtúrar að vetri og samneyti við dýrin, að lesa hug þeirra og lundafar er ómetanlegt og gefandi. Ég hlakka til að taka inn hestana mína í desember.
Í dag snjóar sem minnir mig á áhlaupin sem hafa átt sér stað í október á sl. árum. Merkilegt að ég skuli yfirhöfuð minnast þeirra, en síðan ég fór í hestamennskuna þá er eins og að veðurvitund hafi farið vaxandi. Í hestamennsku verður maður hluti af náttúrunni. Að ferðast á hestum á sumrin er engu líkt. Nándin við náttúruna verður mikil og sterk. Reiðtúrar að vetri og samneyti við dýrin, að lesa hug þeirra og lundafar er ómetanlegt og gefandi. Ég hlakka til að taka inn hestana mína í desember.
 Var með skemmtilega félaga í mat í gærkveldi, þ.á.m. þingmanninn og var mikið skrafað. Bauð upp á rækju og hörpuskels salat í forrétt og fiskitvennu í aðalrétt. Með forrétinum bar ég fram niðurskorið baguette steikt upp úr olíu.  Aðalrétturinn samanstóð af silung í sesam og koriander og steinbít í hvílauks og steinseljukryddi.  Silungurinn var bakaður í ofni en steinbíturinn snöggsteiktur á báðum hliðum við mikin hita í augnablik og látinn klára sig á nokkrum mínútum í ofni.  Með þessu var borið fram gróft salat með tómötum og franskri dressingu. Í eftirrétt var svo súkkulaðikaka með chili, etv heldur bragðsterk en svakalega hressandi. Til að milda bragðið, brá ég á það ráð að bjóða upp á sýrðan rjóma, -nýju útgáfuna.
Var með skemmtilega félaga í mat í gærkveldi, þ.á.m. þingmanninn og var mikið skrafað. Bauð upp á rækju og hörpuskels salat í forrétt og fiskitvennu í aðalrétt. Með forrétinum bar ég fram niðurskorið baguette steikt upp úr olíu.  Aðalrétturinn samanstóð af silung í sesam og koriander og steinbít í hvílauks og steinseljukryddi.  Silungurinn var bakaður í ofni en steinbíturinn snöggsteiktur á báðum hliðum við mikin hita í augnablik og látinn klára sig á nokkrum mínútum í ofni.  Með þessu var borið fram gróft salat með tómötum og franskri dressingu. Í eftirrétt var svo súkkulaðikaka með chili, etv heldur bragðsterk en svakalega hressandi. Til að milda bragðið, brá ég á það ráð að bjóða upp á sýrðan rjóma, -nýju útgáfuna.
 Helgin var viðburðarík.  Laugardagsmorgun byrjaði á því að ég heimsótti móður skógfræðingsins og gerði upp gamlar skuldir.  Þar hafði staðið yfir sláturgerð deginum áður og ekki við annað komandi en að smakka.  Þar fékk ég í fyrsta sinn slátur með rúsínum og þótti gott, svo gott að ég lagði til við eigin sláturgerð og fjölskyldunnar að við útbyggjum slíkt hið sama.  Að því loknu voru lagðar fyrir mig þrautir. Fimm sultutegundir til smökkunar og greiningar. Tókst mér ágætlega upp og greindi fjórar af fimm rétt.  Þekkti ekki og hafði ekki áður smakkað Fjallarifs, en til að sulta það þarf miklar kúnstir sem ekki verða raktar hér.
Helgin var viðburðarík.  Laugardagsmorgun byrjaði á því að ég heimsótti móður skógfræðingsins og gerði upp gamlar skuldir.  Þar hafði staðið yfir sláturgerð deginum áður og ekki við annað komandi en að smakka.  Þar fékk ég í fyrsta sinn slátur með rúsínum og þótti gott, svo gott að ég lagði til við eigin sláturgerð og fjölskyldunnar að við útbyggjum slíkt hið sama.  Að því loknu voru lagðar fyrir mig þrautir. Fimm sultutegundir til smökkunar og greiningar. Tókst mér ágætlega upp og greindi fjórar af fimm rétt.  Þekkti ekki og hafði ekki áður smakkað Fjallarifs, en til að sulta það þarf miklar kúnstir sem ekki verða raktar hér.  Á laugardagskveldi fór ég út á lífið, þrátt fyrir kreppu og volæði. Skemmti mér sæmilega.  Best var þó að morgunteið á Sunnudegi drakk ég með þýðanda Sögu ástarinnar. Það hefði verið enn betra ef ekki hefði fylgt með foreldrar hennar en þau þekki ég frá fornu fari. Virðulegir bændur norðan úr Fljótum, einum fegursta stað Íslands.  Allt var það í boði systur minnar sem framreiddi Earl Grey og kleinur í tilefni þessarar merkisheimsóknar.  Margt var skrafað og atburðir líðandi stundar krufðir, en þó mest um vert að liðin tíð var vegsömuð og gantast með gleðilegar minningar. Þegar þessi góðu gestir höfðu kvatt skáluðum við systkinin í hnausþykku aðalbláberja safti ættuðu norðan úr Fljótum en þar eru berjalönd betri en á flestum öðrum stöðum.
Á laugardagskveldi fór ég út á lífið, þrátt fyrir kreppu og volæði. Skemmti mér sæmilega.  Best var þó að morgunteið á Sunnudegi drakk ég með þýðanda Sögu ástarinnar. Það hefði verið enn betra ef ekki hefði fylgt með foreldrar hennar en þau þekki ég frá fornu fari. Virðulegir bændur norðan úr Fljótum, einum fegursta stað Íslands.  Allt var það í boði systur minnar sem framreiddi Earl Grey og kleinur í tilefni þessarar merkisheimsóknar.  Margt var skrafað og atburðir líðandi stundar krufðir, en þó mest um vert að liðin tíð var vegsömuð og gantast með gleðilegar minningar. Þegar þessi góðu gestir höfðu kvatt skáluðum við systkinin í hnausþykku aðalbláberja safti ættuðu norðan úr Fljótum en þar eru berjalönd betri en á flestum öðrum stöðum.
Læddist forynjan frá
með sinn ferlega her.
Hún var grimmeyg og grá,
og hún glotti við mér.
Ég er frelsaður, Feigð,
ég hef faðmað og kysst.
Undir septembersól
brosti sumarið fyrst.
 Gott að eiga Davíð að til að skýra hlutina út fyrir almúganum.  Ekki getur Geir það.
Gott að eiga Davíð að til að skýra hlutina út fyrir almúganum.  Ekki getur Geir það.   Um helgina var spænsk stemming hjá mér.  Fékk fjölskylduna í mat og eldaði skv uppskrift.  Réttur sem ég mæli með og vil geyma. Einfaldur og ódýr. Svakalega finnst mér gott að nota capers í mat, þessa daganna.  Muna bara að skola það vel áður en sett í réttinn.
Um helgina var spænsk stemming hjá mér.  Fékk fjölskylduna í mat og eldaði skv uppskrift.  Réttur sem ég mæli með og vil geyma. Einfaldur og ódýr. Svakalega finnst mér gott að nota capers í mat, þessa daganna.  Muna bara að skola það vel áður en sett í réttinn.
 Var með þennan fína kvöldverð með frábæru fólki, sem sagði vafasama brandara af Angus og Hamish og uppblásnum kindum. Í þetta sinn dreif ég fram forrétt, snigla í hvílaukssmjöri og bruchettu með rauðu pestói. Frábært að brúna baguette sneiðar í góðri ólivuolíu.
Var með þennan fína kvöldverð með frábæru fólki, sem sagði vafasama brandara af Angus og Hamish og uppblásnum kindum. Í þetta sinn dreif ég fram forrétt, snigla í hvílaukssmjöri og bruchettu með rauðu pestói. Frábært að brúna baguette sneiðar í góðri ólivuolíu. Síðan voru steiktar svínakótilettur, vel krydduðum með "best á lambið" og þær látnar taka sig í ofni eftir að hafa verið brúnaðar við snarpan hita á pönnu. Með þessu var salat með ítalskir dressingu og ofnbakaðir kartöflufleygar.
Síðan voru steiktar svínakótilettur, vel krydduðum með "best á lambið" og þær látnar taka sig í ofni eftir að hafa verið brúnaðar við snarpan hita á pönnu. Með þessu var salat með ítalskir dressingu og ofnbakaðir kartöflufleygar.Á einhverju augnabliki
það upp fyrir Munda rann
að brátt út í buskann fyki
baráttan, lífið og hann.
Arnhildur 1988- af ljod.is
Að þykkna upp: Verða ólétt
Afhenda: Höggva af hönd
Afleggjari: Maður í megrun
Baktería: Hommabar
Bálreið: Slökkviliðsbíll
Biskupstunga: Talsmaður biskups
Blaðka: Kvennkyns blaðamaður
Bleðill: Karlkyns blaðamaður
Boðberi: karlkyns sem háttar sig í boðum
Brautryðjandi: Snjóruðningstæki
Búkarest: Líkhúsið
Dragbítur: Árbítur sem hefur seinkað
Dráttarkúla: Eista
Dráttarvextir: Meðlag
Endurholdgun: Fitnar aftur eftir megrun
Frosinn og fannbarinn: Mjög stífur og þurr á manninn
Glasabarn: Barn getið á fylleríi
Gullfoss og geysir: Uppköst og niðurgangur
Hangikjöt: Afslappað typpi
Heimskautafari: Tryggur eiginmaður
Hleypa brúnum: Kúka
Kommúnistafundur í kjallaranum: Blæðingar kvenna
Kúlulegur: Feitur
Kviðlingur: Fóstur
Meðalmaður: Lyfsali
Meinloka: Plástur
Nábýli: Kirkjugarður
Neitandi: Bankastjóri
Neyðarkall: Björgunarsveitarmaður
Skautbúningur: Næríur
Skipta sköpum: Kynskiptiaðgerð
Tannstönglakviðfylli: Pinnamatur
Undirbúningur: Nærföt
upphlutur: Brjóstahaldari
Úrhellir: Kanna
Útvarpsmaður: Dyravörður
Viðbjóður: Afgreiðslumaður í timburverlsun
Vindlingur: Veðurfræðingur
Öryrki: Sá sem er fljótur að yrkja
Öskureið: Ruslabíll
Haustvindurinn leikur sér í kvöld,
við laufin sem dansa villtan dans í nóttinni.
Ég sit hljóður í þögninni og hugsa
um fiðrildið sem flögraði eitt augnablik inn í líf mitt í dag.
Skyldi það hafa breyst í prinsessu.
sem dansar í kvöld í haustvindinum.
Viðar Kristinsson
1960- af ljod.is
Kaffibollinn skal lagaður undir 9 kg þrýstingi, úr 7 gr af möluðu kaffi frá viðurkenndum kaffiframleiðanda og lögunin á að taka 25 sekúndur!
 Í haust týndi ég sólber og stikkilsber í garðinum mínum og fékk aðstoð systur minnar við að útbúa dýrindishlaup. Í dag fékk ég svo að smakka chilli-paprikku hlaup/mauk sem mér líkaði stórvel og þarf að að útbúa við tækifæri.  Læt uppskriftina fylgja hér:
Í haust týndi ég sólber og stikkilsber í garðinum mínum og fékk aðstoð systur minnar við að útbúa dýrindishlaup. Í dag fékk ég svo að smakka chilli-paprikku hlaup/mauk sem mér líkaði stórvel og þarf að að útbúa við tækifæri.  Læt uppskriftina fylgja hér:Chili-papriku sulta:
4 stk. stórar rauðar paprikur
5-6 stk. ferskur rauður chilipipar (fræhreinsaður)
1 kg sykur
1 ½ bolli borðedik
5 tsk. sultuhleypir (Melatín).
Maukið paprikurnar og chilipiparinn í matvinnsluvél (eða saxið mjög smátt). Sjóðið maukið með borðedikinu og sykrinum í 20 mín.
Setjið síðan sultuhleypinn út í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót.
Gerir ca. 1,3 l af sultu.
Hráefniskostnaður (Bónus) um 500 kr. (m.v. erlenda papriku).
Sem lífsins versta hatur
og heimsins versta stríð,
svo ljúft og yndisfagurt,
svo friðsælt alla tíð,
sem næturmyrkrið svartast
og svarin vetrarhríð,
sem guðdómlegur söngur
og sumarnóttin blíð
það unir sér við vatnið
svo undurkyrrt og tært
í lífsins dimmu veröld
ljós þess blikar skært.
Aðgát skaltu hafa
um allt sem því er kært
því ástfangið hjarta
verður auðveldlega sært.
 Ég hef lengi verið sushi aðdáandi og kynnt þessa einföldu matargerð og jafnvel orðið til að kenna hana. Hér er svo almennileg tækifærissushi-terta. Uppskriftina má finna hér.
Ég hef lengi verið sushi aðdáandi og kynnt þessa einföldu matargerð og jafnvel orðið til að kenna hana. Hér er svo almennileg tækifærissushi-terta. Uppskriftina má finna hér.
 Mynd: mbl.is/Brynjar Gauti
Mynd: mbl.is/Brynjar GautiÓdáinsvellir
og draumlanda rökkrið
okkur sundrar
óskiljanlegar mannverur
í yfirlögðu næturhúmi
þar sem hvorugt skín
án hins.
 Við héldum upp á þjóðhátíðardaginn með því að ríða niður á Rangárvelli. Ferð minni var heitið að Kaldbak við Ytir-Rangá en aðrir ætluðu á næsta bæ, Bolholt.  Í Hólaskógi var enn rok og moldviðri en sem betur fer var það í bakið.  Hrossin voru spræk í vindinum og riðum við sem leið lá niður að Búrfellsstíflu og fengum að fara þar yfir með hrossin.  Þennan dag skiptum við oft um hesta og launuðu þeir okkur með því að halda vel áfram enda farin að átta sig á að við værum að koma í heimahaga. Líflegt var yfir rekstrinum.  Ég fann alveg þegar viljinn óx í mínum hrossum og stóðu þau sig með prýði.  Sérstaklega komu þau Skuld og Glói skemmtilega inn. Ég reið Glóa í upphafi dags og svo aftur síðasta legginnheim og var gaman að finna hvernig honum óx ásmegin í síðari hlutanum þannig að hann breytist í viljahross og ég tímdi ekki að hætta á honum fyrr en í hlað var komið.  Á honum reið ég yfir Ytri Rangá og var það eins gott því áin var djúp í þetta sinn, þó ekki þannig að við misstum hrossin á sund.
Við héldum upp á þjóðhátíðardaginn með því að ríða niður á Rangárvelli. Ferð minni var heitið að Kaldbak við Ytir-Rangá en aðrir ætluðu á næsta bæ, Bolholt.  Í Hólaskógi var enn rok og moldviðri en sem betur fer var það í bakið.  Hrossin voru spræk í vindinum og riðum við sem leið lá niður að Búrfellsstíflu og fengum að fara þar yfir með hrossin.  Þennan dag skiptum við oft um hesta og launuðu þeir okkur með því að halda vel áfram enda farin að átta sig á að við værum að koma í heimahaga. Líflegt var yfir rekstrinum.  Ég fann alveg þegar viljinn óx í mínum hrossum og stóðu þau sig með prýði.  Sérstaklega komu þau Skuld og Glói skemmtilega inn. Ég reið Glóa í upphafi dags og svo aftur síðasta legginnheim og var gaman að finna hvernig honum óx ásmegin í síðari hlutanum þannig að hann breytist í viljahross og ég tímdi ekki að hætta á honum fyrr en í hlað var komið.  Á honum reið ég yfir Ytri Rangá og var það eins gott því áin var djúp í þetta sinn, þó ekki þannig að við misstum hrossin á sund.
 Á mánudegi rann upp stóri dagurinn. Fyrir hugað var að ríða yfir Þjórsá á Nautavaði, fornri leið um suðurland. En þær fregnir bárust að Landsvirkjun væri farin a hleypa úr lónum og því væri áin orðin ófær.  Flestum þótti þessar fréttir miður en öðrum var létt.
Á mánudegi rann upp stóri dagurinn. Fyrir hugað var að ríða yfir Þjórsá á Nautavaði, fornri leið um suðurland. En þær fregnir bárust að Landsvirkjun væri farin a hleypa úr lónum og því væri áin orðin ófær.  Flestum þótti þessar fréttir miður en öðrum var létt.   Við riðum framhjá Gjáinni sem er mikil og fögur náttúrusmíð.  Síðustu metrana heima að Hólaskógi riðum við í roki og moldviðri, en þar beið okkar veislukostur eins og reyndar öll kvöldin.
Við riðum framhjá Gjáinni sem er mikil og fögur náttúrusmíð.  Síðustu metrana heima að Hólaskógi riðum við í roki og moldviðri, en þar beið okkar veislukostur eins og reyndar öll kvöldin.
 Helgin byrjaði á föstudagseftirmiðdag þegar við riðum frá Mosfellsdal yfir heiðina að Þingvöllum. Ég reið aðeins tvo síðustu leggina heima að Skógarhólum. Ferðinni heitið austur á Rangárvelli, í "heimahaga".
Helgin byrjaði á föstudagseftirmiðdag þegar við riðum frá Mosfellsdal yfir heiðina að Þingvöllum. Ég reið aðeins tvo síðustu leggina heima að Skógarhólum. Ferðinni heitið austur á Rangárvelli, í "heimahaga". Inn um glufur lósið lætur sverfa,
Í lágu byrgi læðist vera klökk.
Óskin einn er í náttúru að kverfa,
Fara innar, neðar, vera dökk.
Í höndum hrjúfum andlit hefur falið,
Við hvert andvarp, hreyfing er í leit.
En ekkert tár, því tárið hefur kalið,
Þar engin von, í von um nýjan reit.
Þá lítið ljósrof í sprungu leikur helli,
og slær á veggi annarlegum ljóma,
draumar vakna um fagur græna velli,
í frelsi lifna bak við lukta dóma.
Út hún braust og hljóp á lágu landi,
elt þar uppi fram um tímans okið.
Það lifa margir sem eru í þessu standi
og geta aldrei um frjálst hárið strokið.
Páll Hólm
1954-
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka smáragrund.
Yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum.
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli,
snemma risin, seint er sest.
Sæludalur, prýðin best.
Þín er grundin gæðaflest,
gleði æsku, hvíldin elli.
Sæludalur, sveitin best,
sólin á þig geislum helli.
 Örn Arnarson, sundmaður úr SH hefur lýst því yfir að  hann muni ekki keppa í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst, en hafði tryggt sér þátttökurétt í greininni með því að synda undir B-lágmarki. Hefur Örn sent Sundsambandi Íslands staðfestingu á þessu. Ætlar Örn að einbeita sér að baksundinu á leikunum.
Örn Arnarson, sundmaður úr SH hefur lýst því yfir að  hann muni ekki keppa í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst, en hafði tryggt sér þátttökurétt í greininni með því að synda undir B-lágmarki. Hefur Örn sent Sundsambandi Íslands staðfestingu á þessu. Ætlar Örn að einbeita sér að baksundinu á leikunum. Hér koma fleiri myndir frá íslensku fjallaleiðsögumönnunum, þessar voru teknar úr flugvél sem sveimaði yfir þegar við vorum að nálgast toppinn.
Hér koma fleiri myndir frá íslensku fjallaleiðsögumönnunum, þessar voru teknar úr flugvél sem sveimaði yfir þegar við vorum að nálgast toppinn. Hér sést þegar verið er að fara yfir stærstu og erfiðustu sprunguna á hnúknum, þar var Ærir næstum runninin á rassinum ofan í hyldýpið.
Hér sést þegar verið er að fara yfir stærstu og erfiðustu sprunguna á hnúknum, þar var Ærir næstum runninin á rassinum ofan í hyldýpið. Á toppi tilverunnar! Ofar skýjum.
Á toppi tilverunnar! Ofar skýjum. Sprunginn Hvannadalshnjúkur.  Hér sjást aðstæður mjög vel og hversu mikið jökullinn var sprunginn. Við urðum því að gera nokkrar lykkjur á leið okkar.
Sprunginn Hvannadalshnjúkur.  Hér sjást aðstæður mjög vel og hversu mikið jökullinn var sprunginn. Við urðum því að gera nokkrar lykkjur á leið okkar.
