Sem lífsins versta hatur
og heimsins versta stríð,
svo ljúft og yndisfagurt,
svo friðsælt alla tíð,
sem næturmyrkrið svartast
og svarin vetrarhríð,
sem guðdómlegur söngur
og sumarnóttin blíð
það unir sér við vatnið
svo undurkyrrt og tært
í lífsins dimmu veröld
ljós þess blikar skært.
Aðgát skaltu hafa
um allt sem því er kært
því ástfangið hjarta
verður auðveldlega sært.
Ljóð þetta er af ljóðavefnum ljod.is og er eftir ungan höfund:
Steindór D
1987-
ágúst '08
Engin ummæli:
Skrifa ummæli