15. september 2008

Café Retro

Ég kynntist konu nýlega. Nú býr hún reglulega til expresso kaffi fyrir mig. Besta kaffi sem ég hef fengið. Hún fylgir stöðlum Expressostofnunarinnar út í ystu æsar:
Kaffibollinn skal lagaður undir 9 kg þrýstingi, úr 7 gr af möluðu kaffi frá viðurkenndum kaffiframleiðanda og lögunin á að taka 25 sekúndur!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gömul sannindi sem þó er á stundum gott að fara hjá garði í tíma; það er reynsla sveitamanns að norðan. 9-10 í þrýsting er "gullið viðmið" ef apparatið er í lagi!
Halur H.

ærir sagði...

Þegar á það er minnst þá minnist Ærir þess að hafa drukkið jafngott ef ekki betra kaffi í Vinaminni. greinilegt að þar eru fræðin í hávegum höfð og græjurnar í lagi.