
Var með þennan fína kvöldverð með frábæru fólki, sem sagði vafasama brandara af Angus og Hamish og uppblásnum kindum. Í þetta sinn dreif ég fram forrétt, snigla í hvílaukssmjöri og bruchettu með rauðu pestói. Frábært að brúna baguette sneiðar í góðri ólivuolíu.

Síðan voru steiktar svínakótilettur, vel krydduðum með "best á lambið" og þær látnar taka sig í ofni eftir að hafa verið brúnaðar við snarpan hita á pönnu. Með þessu var salat með ítalskir dressingu og ofnbakaðir kartöflufleygar.
Í eftirrétt sem var kórónan voru auðvitað gamaldags vanillu íspinnar. Nokkuð sem bregst ekki. Tarte tatin býður enn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli