29. janúar 2006

Dyggðir og lestir

Dyggðalista þennan fann ég á heimasíðu mágkonu minnar.

Ævintýraþrá
Metnaður
Rósemd
Athugull
Skapandi
Ákveðinn
Þægilegur í umgengni
Kraftmikill
Fyndinn
Örlátur
Blíður
Heiðarlegur
Klár
Góður
Líflegur
Trúr
Bjarsýnn
Opinn
Þolinmóður
Hagsýnn
Áreiðanlegur
Ábyrgur
Skilningsríkur
Viljasterkur
Snyrtilegur
Umburðarlyndir
Kærleiksríkur
Óeigingjarn


árásargirni
hroki
gagnrýninn
óheiðarlegur
gleyminn
gráðugur
hræsni
óþolinmæði
óákveðinn
standa á sama
óábyrgur
afrýðisamur
þröngsýnn
passífur
svarsýnn
fordómafullur
ruddalegur
upptekin af sjálfum sér
feimni
eigingirni
snobb
fyrirlitning
óútreiknanalegur
ofstopafullur
veikundaður

26. janúar 2006

Hvati

Af KR síðunni í dag:

Hvati ársins 2005
Hólmgeir Reynisson fékk áletraðan bikar og blóm frá KR fyrir góða þátttöku sina i félagstarfi deildarinnar og hversu duglegur og jákvæður hann ávallt væri á sundmótum og duglegur að hvetja aðra sundmenn til dáða

Til hamingju, sonur sæll!

25. janúar 2006

Orðum bundin af bjartsýni

Ærir á að vera að borða grænmetisrétt, rétt í þessu, en er að beiðni ritstjóra nokkurs er að lesa yfir vísindagrein. Er kominn á aðra síðu og þar stendur og Ærir getur ekki lengur orða bundist. Að um "nationwide research project to investigate the role of epidemiology, psychosocial, psychosomatic and genetic factors in the etiology and course of..... ákv sjúkdómur" sé að ræða.

Bíð spenntur eftir að fletta yfir á næstu blaðsíðu og gleðst yfir bjartsýni annara.

23. janúar 2006

Masque rapide éclate pureté


"Persona" er orð sem kemur grísku og var notað um maska (grímur; sorgmæddur eða brosandi) leikaranna. Ærir er nú að sökkva sér ofan í lærdóm um "persónuna" og veikleika hennar og etv lærir hann eitthvað um styrkleika hennar líka.

Hann hlustaði í síðustu viku á lærðan geðlækni fjalla um þetta á leiftrandi og fræðandi hátt. Verður það rifjað upp síðar og allur sá fróðleikur fram færður. En það er vel við hæfi að fjalla um þetta núna, því á föstudaginn greip Ærir til neyðarmaska, enda á leið í leikhús. Það var því vel við hæfi að setja upp maska.

Eins og oft vill verða á ögustundu þegar Ærir er við það að örmagnast og farinn að láta á sjá, þá grípur hann til nokkurs konar andlitskrems sem kona hans á inn í skáp. Á því stendur "deep cleansing emergency mask". Nú stóð svo á að Ærir þurfti virkilega á emergency mask að halda, eða masque rapide éclat pureté eins og stendur á túbbunni, og ekki verra ef að maskin hyldi dýpið sem umlykur persónuna.

Það getur nefnilega verið erfitt að halda andlitinu í þjóðleikhúsinu. Þá er gott að geta sett upp neyðarmaska (ekki maskara sem mun víst vera annað og Ærir hefur enn ekki lagt í að nota, þrátt fyrir að prufa reglulega snyrtivörur kvenna, en þær kenndir eru duldar).

Ærir mælir með því við karla jafnt sem konur að bregða á sig deep cleansing emergency mask, þegar þreytan er farin að setjast að í andlitsdráttunum. Kannski það virki líka á persónuna sem undir býr. Hver veit nema að bráðum verði hægt að kaupa deep cleansing emergency persona, á þessum síðustu framfaradögum læknisfræðinnar.

Hestamennska


Eru hestar mennskir, varð mér að umhugsunarefni í gær. Fór ásamt sonunum að sækja hesta austur á Rangárvelli. Við höfum ekki farið mikið í feðgaferðir. Helst voru það gönguferðir niður á Mokka í kakó og vöflu, þar sem setið var og skrafað og spekúlerað.

En í gær tókst okkur ætlunarverk okkar sem hefur staðið til í nokkurn tíma. Að sækja hestana. Ferðin austur gekk vel þrátt fyrir mikla hálku og amk einn jeppi stat langt út í skafli og tilkynning kom í útvarpinu um flughálku og bíla utan vega. Við fórum því með hálfum hug en mikið í húfi.

Austur komnir reyndum við að handsama hestana en það gekk ekki vel. Þeir voru styggir nema gömlu jálkarnir sem vildu ólmir upp éta allt brauðið. En þá ætluðum við ekki að taka. Við gerðum tvær tilraunir til að reka stóðið inn í aðhald en í bæði skiptin tókst því að sjá við okkur.

Við reyndum þá aftur að ganga að þeim og róa niður. Það tókst ágætlega í þetta sinn og spennan farin úr mönnum og hestum. Hófur minn var fljótur til og alveg til í að láta handsama sig. Greifi, sá móálótti, og nýji klárinn var alls ekki áþví og upphofs mikill blekkinga og eltingaleikur, þar sem hann hafði alltaf betur.

Skuldin mín og Flygill voru alveg á því að koma með og sóttu hart að strákunum og brauðpokum þeirra. Svo meira að segja Glói sem hefur ekki lengi vilja leyfa mér að nálgast sig var spakur og gekk til Hólmgeirs. Þar stóð hann og þáði brauð og leyfði okkur að klappa sér. Greinilegt að hann bar traust til stráksins, rétt eins og móður hans. En Þorbjörg hefur verið sú eina í seinni tíð sem hefur getað handsamað hann. Við mig hefur hann allta látið óstýrlega og fundist hinn besti leikur að láta mig elta sig, helst hratt á öðrum fæti. En nú stóð hann grafkyrr hjá Hólmgeiri svo við gátum beislað hann. Ég held að hann hafi vijað fylgja Hófi vini sínum og uppeldisbróður. Enda urðu fagnaðarfundir með þeim þegar inn í kerruna var komið.

Heim héldum við feðgar ánægðir með afrasksturinn þó ekki væru "réttir" hestar í kerruni. En góðir eru þeir. Nú eru þeir komnir í nýju svítuna sína í Kópavoginum.

17. janúar 2006

Í djúpinu

Í undirdjúpunum óma
ei orð né fagur tónn.

Í þögn samt dansar þangið
þakklátt við öldunnar nið.

Ef í djúpið gengið gæti
ég gæfi mig dansi á vald.

Homo Ekonomicus

Heyrði lag um þetta fyrirbæri með sænskri grúppu í hádeginu.

16. janúar 2006

Afreksfólkið

í fjölskyldunni var á ferðinni. Þetta var sundhelgi. Strákarnir kepptu á Reykjavíkurmeistarmótinu í sundi í nýju Laugardalslauginni.

Hólmgeir varð Reykjavíkurmeistari í 100 m flugsundi, og í 2. sæti í 200 m. flugsundi. Hann synti líka 200. og 400. m. fjórsundi og 200 m baksundi. Boðsundssveit KR sem hann synti í vann 1. verðlaun.

Að loknu móti tók við leiklistaræfing og svo bíða eðlis- og stærðfræðiverkefnin. Þetta er fjölhæfur og duglegur strákur.

Hjörtur Már varð Reykjavíkurmeistari 100 m skriðsundi. Hann varð í 2. sæti í 200 m baksundi. Hann situr annars alla daga og lærir neuroanatomiu og haus og háls. Aumingja strákurinn.

KR varð Reykjavíkurmeistari í sundi. Áfram KR. Áfram Reynissynir og Þorbjargar.

12. janúar 2006

Eðalgöfugi tryggðavin

Samskipti hafa breyst með tækninni. En lífstækni getur verið erfitt að þróa. Hluti af lífstækni eru samskipti. Einn býr yfir meiri lífstækni en annar. Hjá öðrum er lífið stöðugt drama. Í gamla daga gengu bréf á milli manna, flutt með landpóstum. Þau gátu verið lengi á leiðnni. Sagðar voru fréttir af árferði, heilsu og afkomu. Stundum ástarbréf og stundum voru klögumál viðruð í bréfi. Þá upphófst oft miskilningur eða ofskilningur á hinu ritaða orði. Sem tók langan tíma að leiðrétta því póstur var lengi á milli. Gat það verið dægradvöl. Svo kom síminn og allt einu hurfu pennavinir, aðeins sérvitringar skrifuðust á. En jólakortasendingar héldust við. Dagbækur lögðust af hjá almenningi þegar afþreying varð meiri og sjónvörpin stærri. Á þessu er aftur að verða breyting. Blogg verður gjaldgengara, msn algengara. Ungt fólk er í farabroddi í þessum byltingum en við gamla fólkið fylgjumst með í forundran og höfum ekki undan að tileinka okkur nýungar. Ærir reyndi að emm ess enna, en varð að aðhláturefni, vegna stafsetningavilla og hæggengi. Hann fylgdist ekki með og sat eftir særður, en jafnar sig. Ærir er ekki snar í snúningum. Hraðinn er oft svo mikill og pressan og óþolinmæðin að gamlingar einsog Ærir, sem ekki vita hvað hafi hitt þá fyrir og stendur eftir ráðvilltur. Á bestu dögum hugsar Ærir hægt, hann er málhalltur og muldrar í bringuna. Fáir skilja hann, hvað þá ef hann þarf að einbeita sér og segja eitthvað af viti við aðra eða stunda tjáskipti. Hann er ekki góður tjáskiptaaðili.

Ærir gladdist um jólin þegar hann fékk gamaldags bréf að norðan. Það var allt í senn, annáll af tíðarfari, sögur af fjölskyldunni og það flutti gleðifregnir. Halur er bréfritari og skulu honum færðar þakkir fyrir að viðhalda þessum góða sið, samhliða því að vera búinn að tileinka sér nýungar eins og glöggt má sá á vefsíðu hans. Þar örlagavefur hinnar líðandi stundar er spunninn og tíðarandanum gerð skil. Halur setti nýtt met í ár, þ.e. aldrei hafa fleiri stafir eða orð komist í hverja línu í jólabréfinu. En voru þau samt of fá, því fleiri mættu þau vera orðin sem Halur sendir oss.

Ærir kann ekki að orða í bréfi hugsanir sínar, en hann er enn læs. Jafnvel á milli lína ef þannig ber undir. Þó er það slæmur ávani en útbreiddur. Það hefur hann tekið eftir oftar en einu sinni í þeim fáu tjáskiptum sem hann reynir að gerast aðili að.

Hann las nýlega gamalt bréf sem hann lætur fljóta með, því hann veit að sín bréf og sendingar miskiljast. Það er úr Manni og konu eftir Jón Thoroddsen og skrifað á þessum árstíma fyrir margt löngu:


Stað 13. jan 17..

Elskulegi eðalgöfgi tryggðavin!
Næst því að þakka yður, ásamt elskulegri hústrú, fyrir margauðsýnda og í té látna tryggðreynda vináttu, velvild og góðsemi við mig og mína, sem og fyrir viðfelldna, skemmtilega og ástríka samfundi og ógleymanlegar velgjörðir á yðar heiðraða, góðfræga heimili síðast, er það einasta efni þessa fáorða miða að minnast á það, sem þér nefnduð við mig fyrir yðar hönd að útverka og umgangast, nefnilega kýrkaupin, og er þá í stuttu máli frá að segja, að kýrin, sem þér töluðuð um og báðum mig að útvega, reyndist eftir kunnugra manna frásögn lastagripur, seigmjólk, tannslæm og mesta stritla, og gekk ég því fyrir yðar hönd frá kaupunum, en nú hef ég fengið ádrátt um aðra kú fyrir yður, og kýrin kvað, eftir sögn seljanda og nákunnugra, vera allvænn gripur, sjö vetra gömul, ekki stórmjólk, en dropsöm og mesta happaskeppna, og ef hun hafnast að venju, stendur hún til að verða snemmbær; samt sem áður þorði ég ekki að fullgjöra kaupin, fyrr en ég talaði við yður; en maðurinn sem selur, vill hafa það afgjört sem fyrst, þar fleiri að honum téða kú falað hafa. Ég hef sagt honum að koma hingað næst sunnudag að færu veðri; verður því nauðsyn, að þér gjörðuð svo vel á greindum tíma hingað að koma og áður áminnzt kýrkaup við hann að slútter; ítem þarf ég margt fleira við yður að tala mér til ánægju og gagns og skemmtunar. Fyrirgefið flýtislínur þessar. Verið þér svo með ástkærri konu kærlegast kvaddir af yðar þénustu-skuldbundnum elskandi vin og velunnara.

Sigvaldi Árnason


Ærir sendir öllum sínum eðalgöfugum tryggðarvinum bestu kveðjur og upplýsir þá nýgjörðu uppgötvun sína að hann er ekki fæddur langt á undan sínum tíma eins og haldið var fram lengi, heldur langt á eftir sínum tíma og eykst fyrnska hans óðfluga.

11. janúar 2006

Það gerir hver sína naglasúpu eins og hann er skapaður til

Nú hefur sú ritstjórnarstefna verið tekin upp á Æri að fjalla eingöngu um mat, enda neytir hann sem neytandi alltof mikils matar og tímabært að á því sé tekið. Því er best að fjalla um þennan meðfædda ættlæga veikleika og byrja á mataruppskriftum. Enda átaks þörf eftir jólin, því ekki sést lengur hangikjötið.

Í dag kom ég heim úrvinda eftir annir dagsins, hafði reynt að kenna nemendum á framabraut um lungnaendurhæfingu, en hana kunni kennarinn ekki sjálfur. Kennslustundin var því í samræmi við það. Nemendur sáust á göngum flissandi í síma, þegar þeir áttu meðtaka sannindi sem drupu af vörum kennarans. Er ég kom heim biðu mín skyldur heimilisins og fátt annað. Reyndar kom ég seint heim, því ég fór að þvo bílinn og tók það drjúga stund. En heim kominn var stefnan tekin á að elda kjötsúpu, enda bitakjöt í hana keypt í gær, - án annarar fyrirhyggju. Því fátt annað var til í þá soðningu fyrir utan, -ef til vill, þurrkaðar matjurtir. En margt annað þarf í kjötsúpu.

Hófst því eldamennskan, eins og svo margt annað, eins og ferð án fyrirheitar. Engin var laukur. Var því hafist handa við að brúna kjötbitana, -en það gerir maður ekki. Að minnsta kosti ekki í kjötsúpu. En þessi kjötbitar voru brúnaðir við háan hita í djúpum og breiðum potti. Um stund datt mér í hug að hugsanlegt væri að búa til bitasteik úr kjötsúpunni, og hafa hana í brúnni sósu. En frá þeirri hugmynd var horfið skjótt. Kjötsúpa var planlögð í gær og í dag skyldi hún elduð. Hvernig getur maður treyst nokkrum hlut, ef ekki standast ákvarðanir um kjötsoð og súpugerð. Svo voru þetta líka bein að stórum hluta og þau eru ekki góð undir tönn, né fylling í maga. Og svo gætu þau staðið þversum í manni eins og svo margt annað.

Ekki leið á löngu þar til kjötbitarnir urðu brúnir og fastir við pottbotninn, enda hitinn hár. En er það ekki þannig sem maður brúnar kjöt spurði ég sjálfan mig, enda ekki aðra að spyrja. Yngri sonurinn sofandi yfir Poptíví á neðri hæðinni. En ekki fannst mér þetta gáfuleg eldamennska og hóf því að velta vöngum um hvernig mætti nú nota það sem til væri í kotinu. Í skúffu nokkuri fann ég hvítlauk, kominn við aldur. Þrjú lauf af honum voru brytjuð í meðalsmáa bita eða sneiðar og skellt út í steikarpottinn. Þá fór að lifna yfir nokkrum heilasellum í framhluta heilans og ilmur sá sem upp reis var hvattning til frekari experimentasjóna. Í kryddskúffuni fann ég framandi krydd, enda matseldin þegar orðin framandi fyrir íslenska kjötsúpu. Þar leyndist krydd frá NOMU sem kallast smoky peri-peri. Það leit vel út, marglitt og með framandi angan. Úr þeirri dós hellti ég vænum slurk, svo vel hyldist kjötið. Nú fundust leifar af rauðu tómatpestó í ísskápnum. Því var snarlega skellt útí. Úr varð fagurlega þaktir rauðgylltir brúnaðir kjötbitar, með ókunnum ilmi sem fyllti húsið.

En hér var ekki látið staðar númið. Því langt var í að rétturinn líktist kjötsúpu, reyndar afar ólíkt slíku fyrirbæri. Sonurinn yngri vaknaði og spurði í forundran hvað væri í matinn. Að bragði var svarað. Naglasúpa. "Nú hvers vegna?" Nú vegna naglans sem ég setti í pottinn. Hann semsagt ungmenni kominn undir tvítugt þekkti ekki fyrirbærið, hugtakið eða söguna um naglasúpuna. Hann bauð hins vega "high five" og saman skelltum við lófum. Hann hvarf á braut, haldandi að faðir hans væri virkilega með lausa nagla í súpunni og sannfærður um lausa skrúfu í hausnum.

Nú vantaði soð. Fann einn tening af grænmetiskrafti, Oscar andakraft frá jólum og ögn af nautakrafti. Blandaði öllu þessu saman í sjóðani vatn og út á steikina. Nú breytist naglasteikin í naglasúpu. Upp steig gufa. Svo fóru nokkrar gulrætur í og látið malla óáreitt eins lengi og þolinmæði hvers og eins bíður. En við vitum vel að þolinmæði er afstætt hugtak og margir eru óþolinmóðari en aðrir, þeir fá kannski ekki eins vel eldaða súpu og aðrir. En hvað veit ég um það, enda er þetta ekki vettvangur til að fjalla um það.

Ég held ég hafi ekki átt meira við þessa súpu. Nema jú, hún bragðaðist, -já hún bragðaðist eins og naglasúpa.

Bon apetite


Innihald:
Kjötbitar, lamb
Gulrætur
Súpujurtir (þurrkaðar á þessu árstíma)
Olífuolía hreinnrar meyjar
NOMU, smoky peri-peri krydd*
Rautt tómata pesto
Hvítlaukur (helst mikið)
Andakraftur (n.b. endur en ekki anda, sbr fyrri pistil minn i dag)
Nautakraftur (ekki nautnakraftur, sbr enn eldri pistla)
Grænmetiskraftur (en almennt er ekki mikil kraftur í grænmeti)
Vatn

*NB fyrir þá sem vilja skapa sína eigin naglasúpu þá er um að gera að skipta þessu kryddi út fyrir annað framandi og ókunnulegt krydd.

Þrettándanótt

Gleymdi að minnast þess að á þrettándanótt tala allar kýr. En þréttándanóttin er aðfararnótt þrettándans, þ.e.a.s. þess sjötta (janúar). En aðrir segja að þrettándanóttin sé einskonar ,,eldhúsdagur`` allra kvikinda jarðarinnar, og dulmættishluta.

10. janúar 2006

Hrafnatími

Nú er tími hrafnanna. Hinna svörtu fugla. Kveð ykkur í dag með kvæðinu hrafninn þegar ég geng út á vit örlaganna.



THE RAVEN

e. Edgar Alan Poe (1845)


Once upon a midnight dreary, while I pondered, weak and weary,
Over many a quaint and curious volume of forgotten lore,
While I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping,
As of some one gently rapping, rapping at my chamber door.
"'Tis some visitor," I muttered, "tapping at my chamber door-
Only this, and nothing more."

Ah, distinctly I remember it was in the bleak December,
And each separate dying ember wrought its ghost upon the floor.
Eagerly I wished the morrow;- vainly I had sought to borrow
From my books surcease of sorrow- sorrow for the lost Lenore-
For the rare and radiant maiden whom the angels name Lenore-
Nameless here for evermore.

And the silken sad uncertain rustling of each purple curtain
Thrilled me- filled me with fantastic terrors never felt before;
So that now, to still the beating of my heart, I stood repeating,
"'Tis some visitor entreating entrance at my chamber door-
Some late visitor entreating entrance at my chamber door;-
This it is, and nothing more."

Presently my soul grew stronger; hesitating then no longer,
"Sir," said I, "or Madam, truly your forgiveness I implore;
But the fact is I was napping, and so gently you came rapping,
And so faintly you came tapping, tapping at my chamber door,
That I scarce was sure I heard you"- here I opened wide the door;-
Darkness there, and nothing more.

Deep into that darkness peering, long I stood there wondering,
fearing,
Doubting, dreaming dreams no mortals ever dared to dream before;
But the silence was unbroken, and the stillness gave no token,
And the only word there spoken was the whispered word, "Lenore!"
This I whispered, and an echo murmured back the word, "Lenore!"-
Merely this, and nothing more.

Back into the chamber turning, all my soul within me burning,
Soon again I heard a tapping somewhat louder than before.
"Surely," said I, "surely that is something at my window lattice:
Let me see, then, what thereat is, and this mystery explore-
Let my heart be still a moment and this mystery explore;-
'Tis the wind and nothing more."

Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and
flutter,
In there stepped a stately raven of the saintly days of yore;
Not the least obeisance made he; not a minute stopped or stayed
he;
But, with mien of lord or lady, perched above my chamber door-
Perched upon a bust of Pallas just above my chamber door-
Perched, and sat, and nothing more.

Then this ebony bird beguiling my sad fancy into smiling,
By the grave and stern decorum of the countenance it wore.
"Though thy crest be shorn and shaven, thou," I said, "art sure no
craven,
Ghastly grim and ancient raven wandering from the Nightly shore-
Tell me what thy lordly name is on the Night's Plutonian shore!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

Much I marvelled this ungainly fowl to hear discourse so plainly,
Though its answer little meaning- little relevancy bore;
For we cannot help agreeing that no living human being
Ever yet was blest with seeing bird above his chamber door-
Bird or beast upon the sculptured bust above his chamber door,
With such name as "Nevermore."

But the raven, sitting lonely on the placid bust, spoke only
That one word, as if his soul in that one word he did outpour.
Nothing further then he uttered- not a feather then he fluttered-
Till I scarcely more than muttered, "other friends have flown
before-
On the morrow he will leave me, as my hopes have flown before."
Then the bird said, "Nevermore."

Startled at the stillness broken by reply so aptly spoken,
"Doubtless," said I, "what it utters is its only stock and store,
Caught from some unhappy master whom unmerciful Disaster
Followed fast and followed faster till his songs one burden bore-
Till the dirges of his Hope that melancholy burden bore
Of 'Never- nevermore'."

But the Raven still beguiling all my fancy into smiling,
Straight I wheeled a cushioned seat in front of bird, and bust and
door;
Then upon the velvet sinking, I betook myself to linking
Fancy unto fancy, thinking what this ominous bird of yore-
What this grim, ungainly, ghastly, gaunt and ominous bird of yore
Meant in croaking "Nevermore."

This I sat engaged in guessing, but no syllable expressing
To the fowl whose fiery eyes now burned into my bosom's core;
This and more I sat divining, with my head at ease reclining
On the cushion's velvet lining that the lamplight gloated o'er,
But whose velvet violet lining with the lamplight gloating o'er,
She shall press, ah, nevermore!

Then methought the air grew denser, perfumed from an unseen censer
Swung by Seraphim whose footfalls tinkled on the tufted floor.
"Wretch," I cried, "thy God hath lent thee- by these angels he
hath sent thee
Respite- respite and nepenthe, from thy memories of Lenore!
Quaff, oh quaff this kind nepenthe and forget this lost Lenore!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

"Prophet!" said I, "thing of evil!- prophet still, if bird or
devil!-
Whether Tempter sent, or whether tempest tossed thee here ashore,
Desolate yet all undaunted, on this desert land enchanted-
On this home by horror haunted- tell me truly, I implore-
Is there- is there balm in Gilead?- tell me- tell me, I implore!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

"Prophet!" said I, "thing of evil- prophet still, if bird or
devil!
By that Heaven that bends above us- by that God we both adore-
Tell this soul with sorrow laden if, within the distant Aidenn,
It shall clasp a sainted maiden whom the angels name Lenore-
Clasp a rare and radiant maiden whom the angels name Lenore."
Quoth the Raven, "Nevermore."

"Be that word our sign in parting, bird or fiend," I shrieked,
upstarting-
"Get thee back into the tempest and the Night's Plutonian shore!
Leave no black plume as a token of that lie thy soul hath spoken!
Leave my loneliness unbroken!- quit the bust above my door!
Take thy beak from out my heart, and take thy form from off my
door!"
Quoth the Raven, "Nevermore."

And the Raven, never flitting, still is sitting, still is sitting
On the pallid bust of Pallas just above my chamber door;
And his eyes have all the seeming of a demon's that is dreaming,
And the lamplight o'er him streaming throws his shadow on the
floor;
And my soul from out that shadow that lies floating on the floor
Shall be lifted- nevermore!

6. janúar 2006

Af Jómsvíkingum

Fékk þessa auglýsingu senda:

Jómsvíkingasaga segir í upphafi frá Danakonungum í nokkra ættliði en einkum frá þeim feðgum Haraldi Gormssyni og Sveini tjúguskegg og samskiptum þeirra við þrjá bræður af stórbændaætt á Fjóni. Konungurinn tekur hinn djarfa Áka af lífi en þess hefnir bróðursonur hans, Pálnatóki grimmilega og skýtur ör að Haraldi þar sem hann hvílir á fjórum fótum og ornar sér við eld og fer örin upp um rassinn og út um munninn. Pálnatóki stofnar þá víkingasetrið, Jómsborg á Vindlandi og gerðist höfðingi yfir. Sveinn tjúguskegg vélar síðar þá Jómsvíkinga, sem voru „ágætari um alla norðurálfu heims en aðrir menn“ til að fara að Hákoni jarli í Noregi. Með fjölkynngi tekst Hákoni jarli að sigra Jómsvíkinga í Hjörungarvogsbardaga og falla þeir flestir en Eiríkur jarl sonur Hákonar gefur þeim fræknustu líf og tekur þá í sína þjónustu.

5. janúar 2006

Lingua villosa nigra

Hvað sagði mamma ykkar um svarta tungu....

Fingurbjörg

Vita mátt hún veitir björg,
og vernda mun hún fingur.
Því í lífi okkar leynist mörg,
lítil nál sem stingur.

Hæ nýji bloggari!

4. janúar 2006

Handa stud med HMR

Lagði í prófin laukur einn,
létt hann synti gegnum raun.
vaskur fyrsti vetrungur.
Líkamsparta lærði sveinn,
las um mein og blés í kaun
frækinn föðurbetrungur.

Jól

Fann þennan fróðleik á heimasíðu Orðabókarinnar:

Jól n., hk.
Notkun og uppruni


Sum orð eru svo forn í málinu, komin aftan úr grárri forneskju, að enginn veit lengur hinn eiginlega uppruna þeirra. Þau hafa í tímans rás týnt ættingjum sínum og standa nánast ein uppi, e.t.v. með fáeina afkomendur, sem varpa litlu ljósi á hinn ævaforna uppruna, og standast allar skýringartilraunir fræðimanna. Eitt þessara orða er jól. Það er miklu eldra í málinu en hið kristna hátíðarhald sem það er nú haft um. Það kynni jafnvel þegar að hafa verið til í germönskum málum fyrir Krists burð. Í fornum heimildum íslenskum kemur fram að heiðnir menn héldu jól, miðsvetrarblót, nær miðjum vetri til að fagna því að sól fór að hækka á lofti. Þegar kristni kom á Norðurlönd og burðartíð frelsarans heilög haldin, færðist jólaheitið yfir á þá hátíð og hefur orðið jól haldist í norrænum málum æ síðan, í færeysku jól, í norsku, dönsku og sænsku jul.

Af jól er dregið orðið ýlir 'annar mánuður vetrar' og í forníslensku kemur fyrir orðið jóln í merkingunni 'goð' og Óðinsheitið Jólnir 'höfðingi jólna'.

Í gotnesku, þar sem málheimildir eru frá 4. öld, kemur fyrir orðasambandið fruma jiuleis, haft um nóvember, eiginl. 'mánuðurinn fyrir jólamánuð'.
Í fornensku kemur fyrir orð sem samsvarar norræna orðinu jól, geol, sem enn er til í ensku, yule, en annars er almenna orðið um jól Christmas 'Kristsmessa' í ensku.

Í þýsku er til orðið Jul, Julfest, en það mun vera síðari tíma tökuorð úr skandinavísku málunum. Á þýsku er haft orðið Weihnachten 'heilagar nætur, vénætur' um jólin.

Hér á undan var sagt að orðið jól hafi staðist skýringartilraunir fræðimanna og þær hefur ekki skort. Ásgeir Blöndal Magnússon segir í orðsifjabók sinni (bls. 433) að uppruni sé óviss og umdeildur. Helst virðast tvær skýringartilraunir koma til greina. Annars vegar að í rót orðsins felist merkingin 'segja, biðja (ákaft)' og orðið merki þá upphaflega einhvers konar bænahátíð. Hins vegar hafa sumir fræðimenn reynt að tengja orðið við hjól og hin upprunalega merking hafi þá verið 'vetrarsólhvörf, árshringur'. Aðrar skýringar, svo sem að tengja orðið við él 'snjóatíð (dimmutími)', telur Ásgeir að séu lítt sennilegar.

3. janúar 2006

Ærir í eitt ár

Heimsóknir voru 3326.

Af sendingum fjölkunnugs bróður

Forfeður mínir og okkar bræðra voru þekktir fyrir sendingar. Misgóðar. Þannig var Jón "Glói" Arnljótsson forfaðir okkar þekktur fyrir ýmsar sendingar og visku umfram aðra menn. Hér kemur ættartalan:
Jón "Glói" Arnljótsson um 1730
Ingibjörg Jónsdóttir 1767 - 1849
Sigríður Magnúsdóttir 1795 - 1862
Jórunn Pálsdóttir 1827 - 1910
Guðrún "yngri" Magnúsdóttir 1850 - 1922
Guðbjörn Bjarnason 1880 - 1952
Arngrímur Guðbjörnsson 1920 - 1983


Nokkrar þjóðsögur hafa verið skráðar um Jón Glóa og voru afkomendur hans, kallaðir Glóar og þóttu fjölkunnandi eins og karlinn. Hér er ein úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Jón glói vekur upp kellingu

Á dögum Halldórs Jakobssonar sýslumanns [Halldór Jakobsson (1735-1810) var sýslumaður í Strandasýslu 1757-1788] er bjó að Felli í Kollafirði í Strandasýslu bjó maður á Efrafelli Jón að nafni og lék orðrómur á að hann væri kuklsamur. Einu sinni áttu þeir tal saman Halldór sýslumaður og hann því viðvíkjandi að vekja upp. Jón lét það í veðri vaka að hann gæti vakið upp ef hann vildi. Halldór sagðist ekki trúa því að hann gæti það nema hann sæi til hans á meðan og biður hann nú að vekja upp eða jafnvel kaupir það af honum af forvitni til að sjá aðferð hans. Þá lætur Jón til leiðast að gjöra það fyrir hann og segir Halldóri hann verði þá að vera út í kirkjugarðinum á meðan. Halldór sagðist ekki hafa huga til og sagðist ætla að standa við stofugluggann og horfa út um hann þar andspænis á móti garðinum sem Jón ætlaði að vekja upp. Nú gengur Jón út í kirkjugarðinn að leiði einu og slær sprota sínum á það og spyr hvör þar sé undir. Grafarbúinn anzaði og sagðist Magnús heitið hafa. Jón spyr hvað hann hefði orðið gamall. „Átján vetra," sagði grafarbúinn. „Varstu nokkur maður fyrir þér?" sagði Jón. „Efnilegur var ég kallaður á mínum aldri," sagði grafarbúinn. „Ligg þú þá kyrr!" sagði Jón. Þá gengur Jón að öðru leiði og spyr hvör þar sé undir. Honum var anzað: „Ég hét Þuríður." Jón spyr hvað hún hefði orðið gömul. „Ég komst undir tvítugs aldur," sagði hún. „Varst þú nokkuð fyrir þér?" sagði Jón. „Heldur var ég kölluð það," segir hún. „Ligg þú þá kyrr!" sagði Jón. Síðan gengur Jón að þriðja leiðinu og slær sprota sínum á það og spyr hvör þar liggi undir. Honum var anzað: „Ég hét Guðrún." Jón spyr hana hvört hún hafi dáið á ungum aldri. Hún sagðist hafa verið komin á sjötigsaldur. Jón spyr hana hvört hún hafi verið mikil fyrir sér í lífinu. Kerling sagðist heldur hafa verið aumingi og hölt meiri part ævi sinnar. „Þá skalt þú upp!" sagði Jón. Og að því búnu opnaðist gröfin og kerling kemur upp úr gröfinni og ræðst á Jón, en hann tekur á móti. Glíma þau nokkura stund unz kerling fellur fyrir Jóni; sleikir hann þá upp á henni vitin. Kerling spyr hann að hvað hún eigi að vinna. „Ekki neitt," segir Jón, „nema fara niður í gröfina aftur." Þá sýndist Halldóri kerling ófrýn verða og eygð illa og aldrei sagðist hann slíka sýn séð hafa þá hún varð nauðug niður að fara og erindislaus. Svo bjó Jón um leiðið eftir því sem hann kunni.

Þetta hafði verið seint um haustið. En þegar kom fram á veturinn var það einn dag að Jón á Efrafelli stóð hjá kindum sínum sem oftar. Það var heldur kalt veður um daginn og frost mikið um kvöldið. Kom Jón heim með kindurnar í rökkrinu. Þegar hann var búinn að láta inn kindurnar gengur hann inn í bæinn og sezt upp á rúm sitt. En eldurinn hafði dáið um daginn hjá konu hans og skauzt hún ofan að Felli að sækja eldinn um kvöldið um sama leyti og Jón kom heim með kindurnar eða var kominn inn í bæinn. Enginn var eftir í bænum hjá Jóni nema stúlka á fimmta árinu sem hét Ingibjörg, dóttir þeirra, því fólkið var ekki fleira. En á meðan kona Jóns var að sækja eldinn sýndist barninu gömul kona koma upp á loftið og sýndist hún vera í svartri hempu og gangi fram í fangið á Jóni og leggja hann aftur á bak í rúmið og taka fyrir hálsinn á honum svo korraði í honum. En þegar konan kom heim sá hún að bóndi hennar var dauður, en barnið sagði frá hvað því hefði sýnzt. Meðan verið var að smíða um Jón og hann lá á börunum sá Halldór Jakobsson frá Felli að kotið Efrafell var krökkt af hröfnum svo valla sá í það. Eins sá hann fjölda hrafna fylgjast með líkfylgd Jóns til legstaðarins; en þessa hrafna gat enginn séð nema Halldór Jakobsson. Og var það meining Halldórs að kerlingin sem Jón vakti upp hefði orðið honum að bana.

Þjóðsögur Jóns Árnasonar,
III. bindi, bls. 547-548
(eftir handriti Björns Sveinssonar á Kaldrananesi)


Hægt er að lesa meira um þetta á Viskubrunni galdrasýningarinnar á Ströndum.

En nú áramótin magnaði bróðir upp sendingu til mín, sbr kvæðið um graðfolann sem barst mér. En síðan þá hef ég ekki getað setið, því næstu daga mögnuðust upp þjóhnappaeymsli hin meiri. Var sem ég hefði riðið ótömdum graðhesti langa vegu. Etv hefur þetta eitthvað með það að gera að synir mínir, sérstaklega sá yngri hefur verið að draga mig í leikfimi og honum hef þurft ganga í augun á. Tekið etv óþarflega á í stígvélunum og öðrum maskínum. En merkilegt samt að einhverjar þær mestu harðsperrur sem ég hef fengið skuli bundnar við þessa fáu vöðva en vasklegu sem klæða botnin, svona rétt eftir útreiða kvæði bróðurs. Einhverjir í fjölskyldunni hefðu haft skýringar á því....


Eftirmáli:
Þess má að lokum geta að Halldór þessi sýslumaður á Felli í Kollafirði varð m.a. frægur fyrir að gæta illa Fjalla-Eyvindar sem strauk úr vist hans. Hann var síðar settur af fyrir drykkjuskap og óráðsíu við strand verslunarskipsins Fortuna í Eyvindarfirði árið 1787.

2. janúar 2006

07:47

Undarlegur morgun. Vaknaði við hringingu um sjöleitið. Lá útaf milli svefns og vöku. Settist svo fram á og leit á vekjaraklukkuna: 07:47. Fór í sturtu og þetta venjulega leit á úrið: 07.47. Borðaði Kellogs-K með fjörmjólk. Fór út í bíl leit á bílklukkuna: 07:47. Hvað er að gerast?

1. janúar 2006

Áramótakveðja



Gleðilegt nýtt ár!