23. janúar 2006

Hestamennska


Eru hestar mennskir, varð mér að umhugsunarefni í gær. Fór ásamt sonunum að sækja hesta austur á Rangárvelli. Við höfum ekki farið mikið í feðgaferðir. Helst voru það gönguferðir niður á Mokka í kakó og vöflu, þar sem setið var og skrafað og spekúlerað.

En í gær tókst okkur ætlunarverk okkar sem hefur staðið til í nokkurn tíma. Að sækja hestana. Ferðin austur gekk vel þrátt fyrir mikla hálku og amk einn jeppi stat langt út í skafli og tilkynning kom í útvarpinu um flughálku og bíla utan vega. Við fórum því með hálfum hug en mikið í húfi.

Austur komnir reyndum við að handsama hestana en það gekk ekki vel. Þeir voru styggir nema gömlu jálkarnir sem vildu ólmir upp éta allt brauðið. En þá ætluðum við ekki að taka. Við gerðum tvær tilraunir til að reka stóðið inn í aðhald en í bæði skiptin tókst því að sjá við okkur.

Við reyndum þá aftur að ganga að þeim og róa niður. Það tókst ágætlega í þetta sinn og spennan farin úr mönnum og hestum. Hófur minn var fljótur til og alveg til í að láta handsama sig. Greifi, sá móálótti, og nýji klárinn var alls ekki áþví og upphofs mikill blekkinga og eltingaleikur, þar sem hann hafði alltaf betur.

Skuldin mín og Flygill voru alveg á því að koma með og sóttu hart að strákunum og brauðpokum þeirra. Svo meira að segja Glói sem hefur ekki lengi vilja leyfa mér að nálgast sig var spakur og gekk til Hólmgeirs. Þar stóð hann og þáði brauð og leyfði okkur að klappa sér. Greinilegt að hann bar traust til stráksins, rétt eins og móður hans. En Þorbjörg hefur verið sú eina í seinni tíð sem hefur getað handsamað hann. Við mig hefur hann allta látið óstýrlega og fundist hinn besti leikur að láta mig elta sig, helst hratt á öðrum fæti. En nú stóð hann grafkyrr hjá Hólmgeiri svo við gátum beislað hann. Ég held að hann hafi vijað fylgja Hófi vini sínum og uppeldisbróður. Enda urðu fagnaðarfundir með þeim þegar inn í kerruna var komið.

Heim héldum við feðgar ánægðir með afrasksturinn þó ekki væru "réttir" hestar í kerruni. En góðir eru þeir. Nú eru þeir komnir í nýju svítuna sína í Kópavoginum.

1 ummæli:

Fingurbjörg sagði...

Það er gott að gömlu og góðu jálkarnir eru komnir í hús. Mikið verða endurfundirnir góðir, þetta eru einstakar skepnur, þeir jafnast á við synina.