16. janúar 2006

Afreksfólkið

í fjölskyldunni var á ferðinni. Þetta var sundhelgi. Strákarnir kepptu á Reykjavíkurmeistarmótinu í sundi í nýju Laugardalslauginni.

Hólmgeir varð Reykjavíkurmeistari í 100 m flugsundi, og í 2. sæti í 200 m. flugsundi. Hann synti líka 200. og 400. m. fjórsundi og 200 m baksundi. Boðsundssveit KR sem hann synti í vann 1. verðlaun.

Að loknu móti tók við leiklistaræfing og svo bíða eðlis- og stærðfræðiverkefnin. Þetta er fjölhæfur og duglegur strákur.

Hjörtur Már varð Reykjavíkurmeistari 100 m skriðsundi. Hann varð í 2. sæti í 200 m baksundi. Hann situr annars alla daga og lærir neuroanatomiu og haus og háls. Aumingja strákurinn.

KR varð Reykjavíkurmeistari í sundi. Áfram KR. Áfram Reynissynir og Þorbjargar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með titlana frændur mínir! Kveðja frá Ólafsfirði, Gulla og co.

Guðný Pálína sagði...

Innilega til hamingju með synina og skilaðu kveðju til konunnar.