Jómsvíkingasaga segir í upphafi frá Danakonungum í nokkra ættliði en einkum frá þeim feðgum Haraldi Gormssyni og Sveini tjúguskegg og samskiptum þeirra við þrjá bræður af stórbændaætt á Fjóni. Konungurinn tekur hinn djarfa Áka af lífi en þess hefnir bróðursonur hans, Pálnatóki grimmilega og skýtur ör að Haraldi þar sem hann hvílir á fjórum fótum og ornar sér við eld og fer örin upp um rassinn og út um munninn. Pálnatóki stofnar þá víkingasetrið, Jómsborg á Vindlandi og gerðist höfðingi yfir. Sveinn tjúguskegg vélar síðar þá Jómsvíkinga, sem voru „ágætari um alla norðurálfu heims en aðrir menn“ til að fara að Hákoni jarli í Noregi. Með fjölkynngi tekst Hákoni jarli að sigra Jómsvíkinga í Hjörungarvogsbardaga og falla þeir flestir en Eiríkur jarl sonur Hákonar gefur þeim fræknustu líf og tekur þá í sína þjónustu.
6. janúar 2006
Af Jómsvíkingum
Fékk þessa auglýsingu senda:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli