29. apríl 2006

Ég var nóttin

Fór í gærkveldi á tónleikana "Mannstu gamla daga", með sinfóníunni. Tókst að draga yngri soninn frá próflestrinum. Söngkonurnar Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal, eru fallegar og syngja eins og lævirkjar. Mögnuð stemming.

Skil eftir ljóðið við "Við gengum tvö" e. Friðrik Jónsson og / Valdimar Hallstað, þið getið raulað það og upplifað stemminguna..

Við gengum tvö, við gengum tvö
í rökkurró,
við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð
um ungan skóg.
Þú varst yndi, þú varst yndi
og ástin mín,
og stundin áfeng, stundin áfeng
eins og vín.

Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö
í húmi ein,
er blærinn kvað, er blærinn kvað
við blöð og grein.
Ég var nóttin, ég var nóttin
þögla þín,
og þú varst eina, þú varst eina
stjarnan mín.

Á meðan norðurljósin leiftra
um bláan himininn
þá sit ég einn og þrái
kveðjukossinn þinn.

25. apríl 2006

Heiðin (4)

Sólin skein beint í andlit hans, en það fór um hann hrollur. Sólin var að koma upp og lítil fluga sem hafði villst frá vatnsbakkanum suðaði við nef hans. Eins og alltaf klæjaði hann í nefið þegar þær gerðust of nærgöngular. Hann hafði ekki séð neinar stjörnur í nótt. Nú myndi skugginn styttast þegar sólin hækkar á lofti. Enn voru engin ský sjáanleg. Hann var einn með upphafið. Hvar var upphafið. Hann velti fyrir sér hversu marga bláa tóna himininn hefði.

24. apríl 2006

Heiðin (3)

Hann reis upp aftur. Hægt. Leit í kringum sig og sá að degi var farið að halla. Gæti hann staðið upp. Skugginn myndi stækka. Hvers vegna var hann hér. Hann reyndi að muna það. Það gat ekki verið rétt sem sagt var. Hann var ekki slíkur maður. Hann þekkti ekki lýsinguna. Var það illkvittnin sem elti hann, hvar bjó hún. Voru þetta hans skuggahliðar, -hví hafði hann ekki hitt þær áður. Ótal spurningar og heiðin breytti um lit. Grámi færðist yfir. Fuglarnir hljóðnuðu. Einmanna tófa hlaut að vera í fjarska. Hann þóttist heyra. Myrkrið. Myrkrið var það eina sem hann hræddist í kvöld. "Það er ekki hægt að vera einmanna hér", sagði hann stundar hátt. Hér er líf. Hér er ró. Sjáðu gleym mér eina með sín bláu blóm. Sjáðu lambagrasið með bleiku blómin. Sjáðu holtasóleyjarnar með hvítu blómin. Þú ert ekki einn. Þú þarft bara að horfa, skoða. Líttu á lífið. Hann heyrði gljáfrið við vatnsbakkann.

"En glæpurinn"! hrópaði hann og rödd hans barst yfir víðernið. "Hvað með glæpinn"

Augnráð

og pick up lína í búningsklefanum: "þú hlýtur að vinna hjá landsvirkjun".

Kemía

Las með athygli viðtöl við ungskáld um helgina (og síðustu viku) í fréttablaðinu og dáist af frumleika og valdi þeirra á ljóðagerð. Fannst þetta einstaklega falleg ljóð sem fram hafa komið í keppninni um sigurskáldið. Gott framtak hjá fréttablaðinu. En maður verður víst aldrei 19 aftur eins og einn vinur minn sagði um daginn.

Það vakti líka athygli mína að á opnunni á undan var fjallað um ástina og ýmsar staðreyndir um hana, -kemiskar staðreyndir. Fór þá að velta fyrir mér hvernig ungt fólk og skáld muni fjalla um ástina þegar þessar upplýsingar liggja fyrir, (birt án ábyrgðar af hálfu æris).

.. vísindamenn skipta ást í 3 stig.

.. að 1. stigið er losti.

..að hormonið testosteron og estrogen spila þar lykilhlutverk.

..að 2. stigið er hrifning.

..að 2 stigið er það sem skrifað er um í rómantískum ástarsögum og myndum.

..að fólk á þessu stigi upplifir ýmsa líkamlega kvilla. Svefnleysi, lystarleysi og þráhyggja eru á meðal þeirra.

..að í þessu ástandi losar líkaminn m.a. dópamín, sem er vímugjafi og verkjastillandi lyf líkamans

..að dópamín losnar við neyslu nicotíns og kókaíns.

..að magn serótónins í líkamanum snarminnkar. Það getur leitt af sér tímabundið þunglyndi og aðrar geðraskanir.

..að fólk gæti aldrei verið í stigi 2 endalaust. það er líffræðilega stórhættulegt.

..að eftir að hrifningin dafnar tekur 3. stigið við. það kallast skuldbindingarstigið

..að dæmi um efni sem hafa áhrif í 3. stigi og lengsta ástarstiginu er oxytocin og vasopressin.

..að oxytosin er það hormon sem meðal annars stuðlar að tengingu móður og barns og kallar fram mjólk í brjóstum.

..að oxytosin losnar við fullnægingu og styrkir þannig tengsl þeirra sem saman stunda kynlíf.

..að vasopressin losnar líka í kynmökum.

..að rannsóknir á dýrum benda til þess að að sé vasopressin bælt niður nái pör engum tengslum á líffræðilegum grunni.

..að líkamslykt hefur mikil áhrif á hrifningu.

..að séu einstaklingar með svipuð ónæmisgen er líklegra að þeim finnist líkamslykt þeirra fráhrindandi.

..að séu þau mismunandi verður afkvæmi þeirra hraustara og þannig hefur náttúran bundið um hnútana að gen eru sýnd í lykt.


Ærir veltir fyrir sér hvernig kemísk ástarljóð verði í framtíðinni? Er hér komin skýring á Amor nobilis sem Ærir hefur fjallað um áður. Býst við að serótónin, dópamín, kókaín og níkótín megi nota í einhverskonar rím.

23. apríl 2006

Máttur litanna og spegill tímans

Fór ekki í hesthús.
Fékk ekki útreið (hvorki góða né slæma).
Fór í Ikea, ekki í KEA.

Fór á Listasafn Íslands og hlustaði á (og horfði á) unga og glæsilega konu (og myndir) segja frá Snorra Arinbjarnar.
Skoðaði myndir hans. Þótti síðara tímabilið líflegra og skemmtilegt (fékk enga leiðsögn þar). Betra en krepputímabilið þó ég verði að viðurkenna að það höfðar til mín obbulítið, eða bara talsvert. Mest imponeraður yfir "Tvö hvít hús og blár himinn" og "Guli glugginn" frá síðara (litríka) tímabilinu. Dásamlega einföld form í myndum hans en flókin mynduppbygging. Vissi ekki að lærimeistari hans hefði verið nemandi hjá Mattise. Snorri og Mattise eru meistarar með liti. Ein mynd reyndar af fyrra tímbilinu sem ég man nú allt i einu eftir var falleg. Frá Blönduósi. Hafði horft á hana sem franskt landslag við á eða stöðuvatn með litlu þorpi. Vaknaði svo upp þegar leiðsögukonan benti á hvaðan hún væri!

Varð að taka niður gleraugun þegar út var komið til að hlífa þeim við hríðarhrygglandanum, þetta sumar ætlar ekki að byrja eins vel og ég hafði vonað. Engin armæða (hvernig skrifarmaður það orð) enn.

Endaði síðdegið á að fara og púla. Bætti við álagi í stað þess að hafa hvíldardag (léttan) eins og ég hafði áformað. Komst að því til hvers kínversku gljáfægðu stóru hnullungarnir sem eru mótaðir eins og meyjarþjóhnappar eru nýtilegir /:)).

22. apríl 2006

Vikan sem leið

var ekkert leið....

Þetta gerðist helst.

Fékk skilaboð frá Hollandi. Rannsóknin (mín :)) þar gengur víst glimrandi vel. Niðurstöður lofa góðu. Nú á að sækja um styrk til NIH í USA til að fjármagna lokahnykkinn. Þarf að vinna í því í næstu viku. Kannski mér gefist tækifæri til að fara til Amsterdams á ný, -með penslana. Svona geta hlutir tekið óvænta en ánægjulega stefnu, þegar minnst varir. Þarf að klára CV á morgun.

Fékk boð (verðskuldað) um að fara í lærdóms- og vísindaferð næsta haust í hópi sem ég þekki til. Ferðast á um Rajasthan og Bhutan og blanda saman vísindum og ferðlögum. Túristering fyrir hádegi og heilapúl eftir hádegi.

Í lokin er svo 5 daga gönguferð um Bhutan (á súrefnis og háfjallaveikimörkum). Að lokum aflsöppun í einhverju frábæru fjallahóteli.

Svona lítur dagskráin út (stytt) og trúið mér það fer meiri tími í "academic sessions" en fram kemur. Hef reynt það áður með þessum hópi

Dagur 1. Nýja Delhi.
Relaxing at 5* Taj Palace. Skoðunardagur í Delhi pm.

Dagur 2. Taj Mahal.
Very early wake up so that we can board the 06:00 Shatabadi express To Agra. Breakfast on board. On arrival at the station proceed for a morning tour of the magnificent Taj Mahal.
Spend the afternoon at Agra Fort visiting the fantastic places of the site and enjoy the spectacular views of the Taj. Return to Hotel for Academic Session 1.


Dagur 3. Agra - Fatipur SikriDrive from Agra to the magnificent complex of Fatipur Sikri - one of the most beautiful in the whole of Rajasthan. Intricate carved screens and wonderful waterworks astound and the magnificent Gates dominate the skyline. Proceed to a country haveli for lunch.
After lunch visit a local dispensary and continue our drive to Jaipur. Arrive at Le Meridian Hotel - check in and buffet supper.

Dagur 4. Jaipur
Visit to Amer Fort a 30 m drive from the city - a full guided visit of this magnificent collection of buildings representing another royal palace. Spectacular mosaics and mirror effects in the wonderfully decorated rooms. Return Academic Session 2.
.
.
.
Dagur 6. Jaipur - PushkarAfter breakfast, Shatabdi express for Pushkar.




.
.
.
Dagur 10. Flight to Paro via Kathmandu
Transfer to Thimpu Capital of Bhutan.

Dagur 11. ThimpuDrive to Gantey 90 km from Thimphu. On the way, halt at Dochula pass (26 km, Alt. 3100m) and enjoy the most spectacular view of the eastern Himalayan mountain ranges (if it is a clear day). Also visit Punakha (60 km) the former capital of Bhutan and The Punakha Dzong which was built in 1637 AD.

Dagur 12. GANGTEY - GOGONA
Begin the Gantey Trek. The winding trail through meadows and fields and the climb takes you through a mixed forest of juniper, bamboo, magnolia and rhododendron to Tselela pass (3320m). Overnight in camp at an altitude of 3000m distance 16 km, and time 5-6 Hrs.

Dagur 13. GOGONA - KHOTOKHA
A gentle climb leads to Shobjula Pass (3390m). The descent from the pass leads to a wide valley, surrounded by beautiful mountain ranges. Overnight in camp (distance 16 kms and time taken 6-7 Hrs)

Dagur 14. KHOTOKHA - CHUZOMSA
A short ascent will bring you to the Tashila pass (2780m). You walk through an ever-changing landscape into the drainage of Dangchu. (Chu means River). Overnight in camp.

Dagur 15. Walk from Chuzomsa to the motor road, which takes about 45 minutes. Drive to Paro (75 kms).
Lunch on the way in Thimphu and drive on to Paro to visit the famous Taktshang monastery - the tigers lair - Bhutan's most famous building.

Upgrade to Uma Paro for a luxurious post trek relaxation on your last night.


Kemst Ærir í ferðaform? Hann gæti amk nýtt sér Como Shambhala

Tvö göt

Í morgun útreiðatúr að Vífilstaðavatni.
Ættarmótsnefndarfundur e. hádegi.
Einum sjúklingi sinnt í stundarfjórðung.
Ræktin og sund og slökun.
Beltið komið inn um tvö göt. Veit ekki hvað það er í þessu átaki sem hefur þessi áhrif.
Í kvöld sushi og hvítvín.

One art

Var að horfa á eina bíómynd enn. Þar var þetta ljóð lesið upp, -hægt. Heyrði það ekki allt og ákvað að fletta því upp.


ONE ART

The art of losing isn't hard to master;
so many things seem filled with the intent
to be lost that their loss is no disaster.

Lose something every day. Accept the fluster
of lost door keys, the hour badly spent.
The art of losing isn't hard to master.

Then practice losing farther, losing faster:
places, and names, and where it was you meant
to travel. None of these will bring disaster.

I lost my mother's watch. And look! my last, or
next-to-last, of three loved houses went.
The art of losing isn't hard to master.

I lost two cities, lovely ones. And, vaster,
some realms I owned, two rivers, a continent.
I miss them, but it wasn't a disaster.


--Even losing you (the joking voice, a gesture
I love) I shan't have lied. It's evident
the art of losing's not too hard to master
though it may look like (Write it!) like disaster.

E. Bishop

21. apríl 2006

Dimitera

Yngri sonurinn var að dimitera í dag. Var uppáklæddur sem strútur. Í kvöld er svo skemmtun að sið menntskælinga. Stúdentsprófin að byrja fyrir alvöru. Gaman, gaman.

Heiðin - 2

Hann gekk um heiðina. Stikaði stórum á köflum og hljóp við fót. Það var enginn nálægur. Einn á heiðinni en þó með allt í kringum sig. Mófuglar flugu upp við fótmál hans. Lambagrasið byrjað að taka lit, en ilmurinn en þá daufur. Langnefja spói fylgdist með tortrygginn í fjarska. Gaukurinn steypti sér við sjónarrönd og þytur vængja hans rauf kyrrðina. "Hvað ertu að flýja", hugsaði hann. "Eða ertu að leita að nýju upphafi". Bakpokinn kastaðist til á bakinu og hann fleygði sér á milli þúfnanna. Brjóstkassinn gekk upp og niður. Það verkjaði í kálfana. Hann grúfði sig í svörðinn, -en velti sér síðan við. Snöggt. Horfði beint upp i himinninn. Sá bara blámann á heiðum himni. Ég sé þær ekki en þær eru þarna. Stjörnunar.

Á heiðinni

Hann gekk upp að hallann. Sá framundan heiðabrúnina og velti fyrri sér hvort hann ætti að hvíla sig fyrir síðasta áfangann. Hann settist augnablik niður og skoðaði í pokann sinn og hugsaði hvað það væri þægilegt að ferðast án mikils farangurs. Í pokanum voru aukasokkar, peysa, vasahnífur og kaffibrúsi. Hann var búin með nestið enda ferðin farin án mikils undirbúnings. Hann ætlaði að lifa af heiðinni, þó enn væri skammt liðið sumars. Í fjarska mátti heyra álftir og gott ef lómur væri ekki einhvers staðar á næsta leiti. Hann stóð upp aftur og hugsaði. Þetta hefur verið kallt vor, ætli sumarið verði gleðilegra.

Á heiðarbrúninni sá hann vítt yfir. Hvergi ský á himni en samt svalur andblær. Hann sá yfirborðið gárast á djúpum vötnum og nokkur óðinshanapör syntu fram og til baka í á lækjunum. Dýpi vatnanna var mikið og yfir þeim hvíldi ró. Ró sem hann hafði ekki upplifað lengi. Í flákunum í kring stóð hrossanálin teinrétt og á melunum í grend mátti sjá hnapp og sóley vera brjótast fram. Hann gekk fram á vatnsbakkann. Loksins hugsaði hann. Loksins kominn að leiðarlokum. Af heiðinni liggja leiðir í allar áttir. Upphaf. Hann tók upp kaffibrúsann. Kaffi. Nei, hann setti það aftur niður í pokann. Hann hafði ekki drukkið kaffi í margar vikur. Skyldi ekki hvers vegna hann hafði tekið það með. Kaffi vakti upp sterk viðbrögð og hann réð ekki við þau enn. Fráhvarfseinkennin komu sterkt fram. Hjartsláttur og sviti. Skyldi hann einhvern tímann geta drukkið kaffi á ný, hugsaði hann og lagðist á vatnsbakkann og lét andlitið síga niður að vatnsborðinu. Hann var svo nálagt að spegilmynd hans aflagaðist þegar andardrátturinn ýti við efstu sameindum vatnsins. Hann horfðist í augu við sjálfan sig, og sagði stundarhátt. "Þetta eru ekki rökkuraugun mín" og í næstu andrá fékk hann sér vatnssopa. Hann varð votur í framan. Beið síðan með andan í hálsinum og sá vatnið kyrrast á ný og ró færast yfir það. Hann sá sjálfan sig og beið þess að myndin segði eitthvað en það var þögn.

"Hér get ég ekki verið" muldraði hann við sjálfan sig. Stiklað fram hjá díamosanum og horfði yfir heiðina. Það er hlýna í veðri. Sumarið hlýtur að verða gott hugsaði hann um leið og hann lagði af stað.

20. apríl 2006

Sumri fagnað

Þrjú ljóð úr ræktinni.

Laugar
Stones planet stendur
skrifað á bol þeldökku
stúlkunar sem knýr áfram
life cycle vélina


Eftirskrift
með afli þú grefur
því ekki viltu
upplifa sársauka
og gleði

aðeins gleyma



Gleðilegt sumar ......

PS þriðja ljóðið var svo væmið að Ærir ákvað að birta það ekki og lætur hverjum og einum eftir að yrkja sitt sumarkvæði.

19. apríl 2006

Vetur kvaddur

Systir bauð föðurættinni okkar í kvöldmat í kvöld. Það var veisla. Haldið upp á gamla siði. Sauð siginn fisk og selspik (af Ströndum) og fjallagrasmjólk (grös úr Ófeigsfirði) í eftirrétt. Langborð eftir allri stofunni, borðum raðað saman og þétt setið. Almennilegt framtak það systir góð.

Mættur var sá hluti fjölskyldunnar sem oft kom saman á Grettó hjá Ellu og Önnu frænku og hefur haldð þeim sið að hittast á Þorláksmessu og borða skötu saman. Ella frænka var fjærri góðu gamni, á spítalanum, -en er öll að hressast. Settist upp í dag og fór í peysu og spjallaði heilmikið. Anna frænka er 90 ára, orðin mjög sjóndöpur en óskaplega hress. Hún lét sig náttúrulega ekki vanta. Ef maður hefði bara helmingin af hreysti hennar og glaðlyndi. Já þetta var fjölskylduveisla sem bragð var af.

En til að þola þennan mat fór Ærir að loknum vinnudegi og heimsókn til frænku sinnar, í ræktina. Gekk ríflega 4 km út í geim og það er sko púl fyrir linan skrokk og vanræktann og svo voru gerðar skylduæfingar fyrir blessaðan magann. Svei mér er hann minnkar ekki, en nú er bara spurning hvor átakið hafi farið veg allan veraldar með selspikinu af Ströndum (jæja sumt borðar maður nú reyndar ekki mikið af hvort sem er).

Lauk svo æfingum í baðhúsinu, í saltvatnspæklinum, með dökka kínverska steininum sem er mótaður eins og ungmeyjar bakhluti og loks í hvíldarherberginu. Maðurinn í þar, -þar, -þar næsta stóli var greinilega búinn að færa sig því nú sat hann í -þar, -þar, -þar, -þar næsta stóli og hraut. Ótrúlegt. En gott hann hefur staðið upp á milli blunda hugsaði ég.

Mikið er manni létt að vetur er liðinn. En svo er ég á bakvakt á morgun, og skrýtið nokk. -Þá kemst ég ekki á bak. Kannski ég fari samt í bað og púli og fagni sumri og byrji daginn á að gefa hrossunum.

Að Dratthalastöðum síðasta vetrardag

Ærir þakkar Hali sendinguna og analísuna á "vandamálinu" og sendir til baka frá Drattahalastöðum:

Ástmögur þjóðar ei Ærir nú er
úti í kulda hann vælandi fer
tvíþraut hann tapaði
því guð hann ei skapaði
með tvöfalda hugsun inni í sér

Fluttur að heiman

Það eru skrýtin tímamót þegar börnin fara að heiman. Í gærkveldi flutti eldri sonurinn ásamt unnustu sinni í eigið húsnæði (reyndar íbúð móðursystur sinnar) sem þau hafa fram að því að geta flutt á hjónagarða í júní. Unga parið virðist lukkulegt með þessa nýju tilhögun. Ærir óskar þeim til hamingju með þennan áfanga og hlakkar til fyrsta heimboðsins. Yngri sonurinn situr sveittur yfir stúdentsprófum (eða á að vera að gera það).

18. apríl 2006

Ritræpa að Dratthalastöðum

Ærir er með ritræpu í dag, enda endurnærður úr fríi kominn og á leið í betrunarvist í baðhúsinu og svo hesthúsið. Hann hefur vanrækt Dratthalastaði lengi og atburði þar svo hann kveður með þessu brag:

Að Dratthalastöðum ég dvel um sinn
og dugmikinn kraftinn í heilanum finn.
Ég mætti þar húsfrú og heilsaði að sið,
herti að belti og batt það um kvið.
En buxurnar sigu af bumbunni niður,
svo blasti við Ærafáks fúni viður.


Ærir leggur ekki í að birta fleira að sinni, en mun dvelja í orlofi á Dratthalastöðum og senda skeyti þaðan, eftir því sem sögunni vindur fram.

Two songs for Hedli Anderson

Horfði á 4 weddings and a funeral um helgina, eða reyndar bara þann hluta sem jarðarförin er. Dáðist af skoskunni og tilsvörunum, eins og "do you know Oscar Wilde". "No not personally", " but I know someone who can get his fax number". Það var rétt áður en söguhetjan gaf upp öndina og elskhugi hans las ljóð eftir W.H. Auden í jarðarförinni.

Stop all the clocks, cut off the telephone,
Prevent the dog from barking with a juicy bone,
Silence the pianos and with muffled drum
Bring out the coffin, let the mourners come.

Let aeroplanes circle moaning overhead
Scribbling on the sky the message He Is Dead,
Put crêpe bows round the white necks of the public
doves,
Let the traffic policemen wear black cotton gloves.


He was my North, my South, my East and West,
My working week and my Sunday rest,
My noon, my midnight, my talk, my song;
I thought that love would last for ever: I was wrong.


The stars are not wanted now: put out every one;
Pack up the moon and dismantle the sun;
Pour away the ocean and sweep up the wood.
For nothing now can ever come to any good.

W. H. Auden

Fjærverur

hugmyndin
er af fjærverum
en ekki
veruleikanum

því nærveran
var dæmd
fjarverandi
af rang-
hugmyndum

17. apríl 2006

Annar í páskum

Fór í gegningar eða hirðingar í morgun, naut samveru húsráðendur. Eldri hjóna, foreldra æskuvinar míns. Hjálpaði til með graðhestana sem komnir eru með vorfiðringinn. Þaðan í þreksalinn eftir hádegi og fór eina hraðbraut og speisgöngu á þyngri kanntinum svo ekki þurfti langan tíma til að ná upp "hámarkspúls" og heljarsvita. Dreif mig svo í sundlaugina og hugsaði um húðlitinn. Yrði vonandi brúnn en ekki gulur. Synti einhverja hundruð metra, reyndar færri en vildi geta gortað af. Sólbað í pottunum. Fór svo í klukkutíma slökun við arineldinn, kínversku tónslistina og fugltístið í bakgrunninum. Held bara að þetta sé geðrækt ekki síður en líkamsrækt. Líður strax mikið betur öllum, eftir bara þjúskipti. Hvernig verð ég eftir þrjátíu? Er óskaplega hrifinn af dekoreringum í baðhúsinu. Frjósemistákn á öllum veggjum og kínverskir vel slípaðir steinar, mótaðir eins og lendar ungmeyja verða á vegi manns (oftar en ykkur grunar). Yngir mann allan upp. Fór svo í hesthúsið aftur og nú í besta kompaníi sem hugsast getur. Riðum upp að Vífilstaðavatni í kvöldsólinni. Í kvöld Stuðmannamynd.

16. apríl 2006

Engin rós er án þyrna

var málshátturinn sem ég fékk úr páskaegginu.
Fór í hesthúsið.
Fór í baðhúsið.
Sá fyrstu lóu vorsins.

Tíminn

Aðeins í
draumum
er tíminn
afstæður

Aðeins í
draumum
ertu ekki
horfin

Mig dreymdi
að tíminn
væri annar,
staðurinn hér
og þú mér hjá

15. apríl 2006

Nýr kafli

Ærir fagnaði nýjum fjölskyldumeðlim í ættinni í dag. Var í skírn hjá bróðurdóttur sinni. Bróðir minn er næst ríkasti maður í heimi. Eg á frábæra syni tvo sem gera mig þann ríkasta (í eigin huga). En bróðir fékk nafna. Guðbjörn Máni var skírður í dag, laglegur snáði. Þar voru miklar veitingar og ég spurður um átakið mitt nýjasta. Hvort ég væri virkilega svona upptekin af því að ég hefði ekki einu sinni tíma til að skrifa um það. Vildi að svo væri.

Hét því að drífa mig í ræktina og gerði það síðdegis áður en ég fór í hesthúsið að gefa. Fannst það líka við hæfi, að taka út iðrunina á eigin skrokk. Er að verða katólskari, meir og meir. Hefði þurft að skrifta, en ekki þýðir að gera það á netinu. Ekki get ég farið og látið hýða mig fyrir framan allar höfuðkirkjur, né farið á hnjánum upp scala sancta og farið með eitt Maríuvers í hverri tröppu.

Ég dreif mig í ræktina og ákvað að vera góður við sjálfan mig um leið. Píska mig út, en dekra líka svolítið. Keypti mér uppbótarkort í betri baðstofuna næsta mánuðinn. Nú kemst ég inn í það allra heilagasta. Unga myndarlega stúlkan sem afgreidd mig sagði að það væri æðislegt að vera þarna. Maður færi bara alltaf, -og svo hætti maður að nenna í íþróttasalinn, færi bara niður í baðhúsið. Þá væri bara um að gera að muna eftir að spenna rass- og magavöðvana. Það væru líka góðar æfingar.

Hitti svo niðri í sal alþingismann sem ég er málkunnugur og spjallaði aðeins við hann. Hann sagði að maður ánetjaðist þennan lúxus um leið og maður væri kominn upp á lag með að mæta þarna.

Ég fór í 30 mín í speis göngu og fór báðar hraðbrautirnar í lyftingum. Var þá farinn að finna hvernig ég iðraðist. Expecto Patronum og dementorarnir hurfu á braut. Sveittur og aumur staulaðist ég í baðstofuna. Það var nú æðislegt eins og stúlkan sagði. Fór í veitingastofun og fékk mér melónuvatn. Settist inn í ilmslökunarklefann og fann hvernig ég slakaði á eftir erfiðið og gufurnar hreinsuðu nefholið. "Kannski maður hrjóti minna eftir svona meðferð" hugsað ég þar inni. Síðan fór úr hverjum slökunarklefanum og saltböðunum, og fékk mér á milli melónuvatn.

Þetta er sko lúxus hugsaði ég. Fór svo inn í kyrrðarherbergið. Lagðist í leðurstólinn við arineldinn og lét líða úr mér streituna (sem reyndar var ekki mikil eftir). Lét ljúfar minningar líða um hugann. Rumskaði svo við að kallinn í þar, þar næsta stóli hraut. "Jæja, svo gufurnar koma ekki í veg fyrir að maður hrjóti". En þær hreinsa hugann.

"Þetta er sko annars konar átak" hugsaði ég þegar ég gekk út. Held bara að það sé upphaf nýs kafla í lífinu.

14. apríl 2006

In Memoriam á föstudaginn langa


Ég kveð þig fugl er flaugst yfir hafið
og færðir gleði og birtu í mitt líf
Nú flýgur þú aftur og ferðast um heiminn
og finnur á ný einhverja einmanna sál,
á erlendum ströndum sem fagnar þeim söng
er að morgni þú syngur í byrjun hvers dags

En minningin lifir og mun eg ei gleyma,
magnþrungnum vængjum er báru þig hátt
Ég hélt að ég gæti og trúði í senn
í augnabliks gleði að flogið ég gæti
um heim allan bjartan á vængjunum þeim,
við hálsin þinn hvíta og brjóstið þitt rauða

Við bárumst til Kína og byggðum í huga
heim okkar nýjan, þar sem bættist allt böl
Á framtíð við trúðum, um frelsið við dreymdum
en földumst í skugga án birtu og ljóss,
í skugganum fölnar og skemmist hver urt
og fuglarnir villast af leið yfir hafið

Við töpuðum áttum, enn upp hófum flugið
að sólinni stefndum, við geislunum fylgdum
er brennandi heitir í fiðrinu kveiktu
og þú fuglinn minn fagri þú logaðir bjartur
sem fönix þú hverfur, aska er ein eftir
en upp ríst þú aftur í einhverjum lendum
og syngur þinn óð fyrir glaðværa sál

Ég kveð þig fugl, er flaugst yfir hafið
en minning lifir og mun eg ei gleyma
Nú syng ég að morgni sérhvern söng
er þú kenndir, en sárt brenna geislar
í brjósti mér und er skugginn þinn
skyldi eftir brennandi heitur

13. apríl 2006

How to survive your midlife crisis

Ærir er ekki beint þátttakandi í lífinu, heldur áhorfandi. Hann hefur komist að því með árunum að það hlutskipti hentar honum best. Hann er í rauninni ekki til, en hann hefur ódrepandi áhuga á mannlegu eðli. Bloggið er undarlegur hlutur eða heimur út af fyrir sig og þar gerist margt skrýtið. Þar skiptast á skyn og skúrir í lífi fólks. Ærir er alltaf sammála síðasta ræðumanni og hefur aldrei skoðanir á hlutum eða málefnum, enda er það ekki hlutverk skrásetjarans.

Athyglisverðasta fyrirbærið sem hann hefur rekist á bloggsíðum nýlega er hvaða myndir miðlífskrísur geta tekið hjá konum. Hann hefur áður mælt með bókinni ´"How to survive your husbands midlife krisis", sem mun vera sjálfshjálparbók fyrir fráskildar eiginkonur, en stúdíur Æris hafa sýnt að þetta fyrirbæri hrjáir ekki síður konur en karla. Þær virðast ekki síður vera leitandi og í því ástandi er oft gripið til skyndiúrlausna og gullnum tækifærum kastað á glæ.

Þegar fólk stendur sameiginlega frammi fyrir vanda, reynir á karakterstyrk þess. Sumir hlaupa alltaf frá erfiðleikunum, en aðrir fá stuðning hvert af öðru. Aðrir sjá bara dökku hliðarnar og grafa það góða í skyndingu, eru alltaf að leita að hinu fullkomna sem er ekki til. Það er ein lausn býst Ærir við, en telur þó að alltaf sé mikilvægt, þegar kaflaskil verða í lífi fólks, að skilja við fortíðina með reisn og veiti stuðning svo framast sem það unnt. Án þess þó endilega að framtíðinni sé kastað á glæ. Þeir sem velja slíka leið taka oft mikla áhættu því framtíðin er óþolinmóð og nútíminn óvæginn og dómharður. Það reynir á og sumir gugna og sumar orustur tapast en stríðið þarf þar með ekki að vera glatað. Þá má heldur ekki gleymast fyrir hverju barist í upphafi. Litlir sigrar í einu, eða eins og Ærir sagði í nýju skónum sínum í gær, eitt skref í einu er ágætt svo framarlega sem áfram miðar. Jafnfætisstökk skilar manni ekki langt í einum rykk, en sumir vilja fara þannig í gegnum lífið. Aðrir velja sér alltaf nýjan og nýjan völl, halda að þar sé hamingjunar að leita. Þannig geta miðlífskrísur bæði karla og kvenna verið, -en sumir hafa bara ekki innsæi og skima alltaf út. Skyggni þeirra er samt takmarkað.

12. apríl 2006

Skrýtnir skór

Fór í bæinn í gær og fór í klippingu og er nú kominnn með vel snyrt 4mm skegg. Fékk nudd í hársvörðin og rann ýmislegt upp fyrir mér. Það er gott að hugsa í rakarstól, og segja bara jam og já þegar rakarinn malar, en maður er annars hugar. En sumt verður víst ekki aftur tekið, fremur hárið sem féll á gólfið. Það verður maður að sætta sig við, en hárið vex þó alltaf aftur (og skeggið líka).

Fór svo að leita að bókinni ágætu um fæði páfanna en hún fannst hvergi. Ég fékk þó tækifæri til að prófa skóna mína nýju í brekku. Gekk upp og niður Bankastrætið og Laugaveginn og Austurstræti. Var svo léttur á mér að ég nánast spólaði og datt í hug þessi bullvísa:

Mikið á ég skrýtna skó
með skemmtilega sóla
Unga stúlkan æpt´og hló
er hún sá mig spóla

Rakst á bók sem heitir 1,000 Places to See Before You Die. Keypti hana "med det samme". Hét því að leggjast í ferðalög til framandi staða.

Dx: gula

Ærir gerði læknamistök á föstudaginn. Í meðferð hjá honum er eldri kona svolítið skert eftir mikil veikindi. Hún tók upp því fyrir um tveim vikum að kvarta um verk í hægri síðu. Greindist fljótt með gallsteina, ofan á allt annað blessuð konan. Fór í aðgerð í vikunni á undan og svo tveim dögum áður en hún kom til mín aftur, fór hún í gallvegaskoðun innan frá. Svo tók hún upp á því á föstudagseftirmiðdaginn (svona rétt fyrir kl 15:30) að kvarta um meiri verki í kviðnum og þenjast út. Af þessu höfðu hjúkrunarfræðingar áhyggjur og Ærir fenginn til að líta til hennar. Við fyrstu sín blasti við að konan var heiðgul. Ærir var fljótur að greina gallvegastíflu og senda hana til lækna á spítala sem kunna að meðhöndla slíkt, enda það best svona rétt fyrir kl 16:00. Hann undraðist þó hversu hress hún var og hafði í raun lítil önnur einkenni.

Nú fer Ærir með veggjum, eins gott að hann á nýja skó og yfirhöfn, því ekki reyndist konan með stíflaða gallganga eða lifrarsjúkdóm. Ó nei. Hún var ekki með trufluð lifrarpróf umfram það sem vænta mátti 7 dögum eftir aðgerð. Ó nei, sjúkdómsgreining Æris var röng.

Það kom nefnilega í ljós að nokkrum dögum áður hafði hjúkrunarlið deildarinnar tekið sig til og ákveðið að stjana við og hjálpa konunni við snyrtingu svo hún liti betur út. Já og nema hvað. Þær báru á hana svokallað brúnkukrem sem með tímanum gefur húðinni gulleitan blæ. Gulu. Þetta vissi Ærir ekki.

Ærir hefur greinilega lítið innsæi inn í snyrtiheim kvenna. Klínisk greining var rétt, en etiologian (orsökin) var kolröng hjá sveitalækninum.

En svona geta konur villt á sér heimildir og Ærir fallið fyrir því hugsaði hann. Útlitið er ekki allt. Í þessu tilfelli var útlitið ekki í lagi en innrætið í góðu lagi.

11. apríl 2006

Nýjir skór

Ærir er íhaldsamur, en þó rótækur inn við beinið. Verður oft afspyrnu reiður og á erfitt með að höndla það. Heimsómafræðingur par exelance. Sem ungur maður fuðraði hann oft upp og sagði allan fjandann í bræði, sem hann oft sá eftir þegar af honum bráði. Óskaplega erfiður hreint út sagt. Hefði þurft "anger management" terapíu sem ungur. Kannski er það aldrei of seint. En um það var nú ekki ætlunin að skrifa í dag, heldur nýju skóna mína.

Ég fór til Texas og var þar í næstum 10 daga (missti úr einhverja sólarhringa í ferðalögum). Sat í 12 t á dag við að reyna að læra ný fræði. Gerði eiginlega ekkert annað (amk af viti). Fór í innkaupaleiðangur og keypti mér nýja skó. Það sem meira var að þeir voru með nýju lagi. Ekki gamla tegundin sem Ærir hefur átt amk fjögur pör af, par fram að pari. Það er nefnilega þannig að þegar maður hefur fundið skó sem passa er best að vera bara í þeim, þannig hefur Ærir keypt sér stundum tvenn pör eins til að geta átt til skiptanna. Því ekki er gott að vera allan daginn, dag eftir dag í sömu skónum. Nýjir skór geta þrengt að og valdið hælsæri og tásæri og ilsæri en nýju skórnir mínir særa mig ekki. Þeir eru mjúkir og léttir. Falla eins og flís við rass eða skór að tám. Maður á greinilega aldrei að vera hræddur við að prófa nýja hluti og fara nýjar leiðir. Sumum lærist það hægt.

Nú spígsporar Ærir um ganga, stéttir og stíga í sínum nýju skóm (það er ekki kúrekastígvél ef einhver skyldi halda það, því Ærir var í Texas, þó það hafi verið freistandi, en svo rótækur er Ærir ekki orðinn). Gott ef maður verður bara ekki léttfættari og finnur nýjar leiðir í nýjum skóm. Kannski Ærir prófi þá í brekku síðar í dag. Þeir eru ágætir í stigum.

Ærir keypti líka nýja yfirhöfn í ferðinni til Texas, svo hann þekkist varla lengur tilsýndar. Um yfirhöfnina verður fjallað síðar. Nú er bara spurningin. Breytist innrætið þegar þegar ytra byrðið hefur tekið stakkaskiptum?

10. apríl 2006

Hún Ella frænka og lífið sjálft

Ella frænka mín er fædd árið 1918, sumir myndu segja frostaveturinn mikla. Það eru mörg ár síðan. Í síðustu viku veiktist hún mikið og var flutt á sjúkrahús. Hún veiktist ung af berklum og var í mörg ár, sennilega 7 ár á Reykjalundi. Á miðvikudagskvöldið, þegar ég var að tala við vin minn eins og kemur fram hér fyrr, fékk ég símtal frá ættingja okkar sem sagði mér frá því að Ella væri veik og komin á sjúkrahúsið í Fossvogi. Ég fór því eftir samtal okkar vinanna til hennar, enda kom hún mér, eins og svo mörgum öðrum í ættinni nánast í móður stað. Sérstaklega þegar ég flutti suður til að fara í Háskólann. Þá bjó ég í sama húsi og hún og Anna systir hennar og Bjarni frændi. Þau voru öll ógift.

Það var langt liðið kvölds þegar ég kom til hennar og þá var hún nánast í móki og gat ekki tjáð sig. Þó náði ég sambandi við hana á milli óráðanna og skilaboðin voru skýr. Hún vildi deyja. Hún gat ekki talað og við héldum að kannski hefði hún fengið blóðtappa, en fyrir utan óráðið og málstolið hafði hún ekki önnur einkenni um slíkt. Á fimmtudagskvöldið var hún komin með hita og enn var óráð og hún gat lítið talað. Ég kom til hennar fyrir hádegi og svo aftur um kvöldið og sat hjá henni. Skilaboðin voru alltaf þau sömu, ítrekað reyndi hún að segja og gera mér skiljanlegt að hún vildi ekki halda áfram að lifa. Við náðum af og til sambandi, og oft reyndi ég að fylla í eyðurnar til að hjálpa henni við að finna orðin. Nú var enn leitað að orsökum veikindanna. Teknar voru blóðræktanir og mænustunga.

Á föstudagskvöldið bjó ég mig undir það versta. Ég kom upp úr kvöldmat og sat lengi fram eftir. Var í marga klukkutíma. Mér fannst hún vera að hressast og ákvað að sitja hjá henni. Alltaf voru skilaboðin skýr, og nú var alveg skýrt að ég ætti að fá læknana til að stöðva alla meðferð. Það var erfitt og nokkrum sinnum fór ég fram á gang á meðan starfsfólk deildarinnar, alveg dásamleg fólk var að sinna henni. Á ganginum var greinilega ein fjölskylda hjá mikið veikum einstaklingi. Ég sagði við sjálfan mig. Þau eru að bíða. Þau eru að kveðja. Ég fylgdist með þögull og hugsaði, skyldi ég vera að gera það líka. En hún Ella frænka var svo miklu hressari en kvöldin á undan.

Ég fór heim til að sofa og það var margt sem fór í gegnum hugann á leiðinni til systur minnar. Um kvöldið hafði ég mikið hugsað um langt lífshlaup hennar Ellu frænku, en einnig mitt eigið. Það er samtvinnað á svo morgum stöðum. Eins og flétta með flóknu mynstri. Ég var ósköp sorgmæddur. Það var svo dagsatt og blasti svo við að maður á bara eitt líf og hver er sinnar gæfu smiður. Á stundum sem slikum er maður reiðubúinn að taka ákvarðanir, að gera upp hug sinn. Lífið allt nær samhengi, en svo getur það hrunið eins og spilaborg. Það sem var erfitt í gær, í síðustu viku eða sl. mánuði eða jafnvel ár virðist auðvelt. Lífið hefur forgang og maður gerir upp hug sinn um hvernig maður vill lifa því.

Ég fór heim og hugsaði um þetta, sumir myndu segja reyndi að senda hugskeyti eða biðja. Fann þá katólskuna koma upp í mér. Fann sterkt innra með mér í hjarta mínu, að nú vildi ég að ég gæti kveikt á kertum í fallegri kirkju á hárri hæð. Ég reyndi að biðja þess og var hugsað til þess að í katólskum kirkjum getur maður farið og kveikt kertum og ljósið logar fyrr þann sem maður hugsar um. Ég óskaði að ég gæti kveikt á tveim kertum, öðru fyrir Ellu frænku og hinu fyrir okkur öll hin. Ég reyndi að senda vinum mínum hugboð. Það sótti sterkt að mér að þurfa að gera þetta en varð fljótt magnþrota, því mér fannst viðbrögði vond. Varð meira að segja reiður, en vonaði samt. Hver kveikir á kertum á föstudagskvöldum í kirkjum. Kannski myndi duga að einhver gerði það á laugardegi. En stundum snúast bænir upp í andhverfu sína. Það fannst mér þessa aðfararnótt laugardags. Ég fann líka mikla þörf fyrir að láta eitthvað gott af mér leiða. Gera einhverjum gott, miðla einhverjum af því sem ég þekkti best og sem væri ánægjulegt og gefandi.

En seint um nótt er það erfitt. Hvernig fer maður að því? Getur maður notað tæknina, getur maður sent hugskeyti, hvernig getur einmanna maður miðlað einhverri sameiginlegri reynslu? Tækni er viðsjárverð undur og hana skyldi maður nota varlega. Etv eru hugboðin betri, hugskeytin. Ég held að hugskeyti séu til en tæknin vefst fyrir mér. Hún verður mér oft að falli hugsaði ég þessa nótt. Það getur hvatvísin líka gert.

En kannski var ég bænheyrður eða bónheyrður. Eru það ekki skyld orð? Ég veit það ekki og það mun ég aldrei vita. En nú kemur sagan sem mig langar að segja ykkur. Á laugardagskvöldið kom ég um kvöldmatarleitið. Átti ekki von á því að breyting hefði orðið. Ég sá strax að hún var hressari hún gat talað. Málstolið var horfið, en hún var ósköp andstutt og móð. Það blés og ískraði í henni. Hún hefur léleg lungu hugsaði ég, hefur verið, brennd, blásin og höggvin. Eftir smá stund áttaði ég mig á því að ég yrði að gera eitthvað. En ekki það sem hún vildi sem var að hjálpa henni að deyja. Ég gæti ekki staðið til hliðar við lífið.

Ég talaði við indæla unga hjúkrunarkonu sem sagðist myndu kalla til aðstoðarlækni. Fljótlega kom hún með súrefnisslöngur og Ella frænka fékk smá í nös. Hún var enn móð en samt heldur jákvæðari, kvartaði um andþyngsli og þegar ungi læknirinn kom að stjana við hana lifnaði hún öll við í orðsins fyllstu merkingu. Hún fékk lyf til að tappa vökva af lungum og þegar verið var að gefa henni lyfið benti hún unga lækninum á eitthvað á borðinu sem hún vildi fá. Hún gat ekki fundið orð yfir það og var andstutt. Það var ekki vatnsglasið, það var ekki hárbustinn. Það var varaliturinn, rauður varasalvi.

Hún rétt mér varasalvan og setti stút á muninni. Ég átti að varalita hana. Það hef ég aldrei gert, hvorki á sjálfum mig né aðra. En þetta voru skýr skilaboð og þegar Ella frænka gefur skýr skilaboð þá fer maður eftir þeim. Þannig hefur það alltaf verið. Kannski er það unga fólkið sem hefur svona góð áhrif hugsaði ég. Lyfin og súrefnið virkuðu vel. Hún Ella frænka hresstist og leit svo vel út með varalitinn. Ég spurði hvort við ættum ekki að horfa á Ædólið. Það vildi hún og sagðist alltaf horfa á það. Hún fékk verkjatöflur og settist upp og drakk næringardrykk með jarðaberjabragði og við sátum saman þögul og horfðum á sjónvarpsþáttinn. Hlustuðum á lögin og unga fólkið snerist í kringum hana Ellu. Mikið var hún ánægð og glöð og hress í bragði. Henni fannst strákurinn skemmtilegri og betri en var þó viss um að stelpan myndi vinna.

Þegar ædólið var búið slökktum við á sjónvarpinu og ræddum um gang lífsins og hvað hún hefði alltaf verið lánsöm og allir góðir og hjálpsamir. Alveg eins og unga fólkið sem stjanaði svona vel í kringum hana. Það var komið annað hljóð í strokkinn.

Ég kvaddi Ellu bjartsýnni og trúmeiri en áður. Vissi nú hvað ég þyrfti að gera, hvað ég vildi. Lífið er aðeins eitt. Kannksi eru þær systur von og trú enn máttugri en okkur grunar.

Í kvöld fórum við feðgar til Ellu frænku. Umræðuefnið var hvað unga fólkið væri að gera. Fermingarveislurnar í gær og hvort ekki væri rétt að hún fengi maukað fæði, en hún hafði nú ekki viljað ónáða starfsfólkið með það, sem hefði nóg með að sinna þeim sem veikir væru á deildinni.

Crazy or what

Er Ærir endanlega bilaður er spurt á göngum og í skotum þessa daga. Hálkveðnar vísur á bloggsíðum bæta ekki úr. En þó Ærir sé eins og ætið á barmi örvæntingar heldur hann enn í hvannrót eina þó, þar sem hann hangir fram að hengiflugi og vonast til að eigi mun hún upptekinn. En hann hefur undanfarið staðið í tamningum, er ekki góður tamningamaður enda slæmur í mannlegum samskiptum líka. Hann hefur þó verið að glíma við Crazy-Horse undanfarið, eftir að hann Ærir gerði sneipuför mikla til Texas og komst ekki á Rodeo. Þar tapaði Ærir geðsmunum sínum alveg á köflum, ruglaður af tímamismun gerði hann óskunda mikinn svo eftir varð tekið um allan heim. Hann fór m.a. á bar nokkurn og sá þar drykk sem kallaðist Metroman Martini sem í var vodki, "hypnotic" coctail (ekki nánar skilgreint) og annað sull. Ærir horfði lengi á barþjónin sem talaði með Houston málhrein og sagði með íslenskum hreim. "I want this". Barþjónin horfði til baka og sagði eftir að hafa virt Æri fyrir sér "no you dont". "This is a girly drink that is not even good". Af öðrum drykkjum drakk Ærir frá sér ráð og rænu og vann sér margt til óhelgi. Fékk þó að fara óáreittur úr landi og gengur enn laus.

Heim kominn hefur Ærir átt stundir með hrossum sínum. Hann hefur reynt að temja Crayzy horse og á tímum í nokkuri lífshættu enda ekki beint til þess skapaður. Hann hefur þó sannfært sig um að á meðan geri hann ekki nokkurn annan óskunda. Hann hefur fundið eitt ráð til að róa sig, en það er að raula lag við hæfi og er titill þess er einmitt: "This is the closest thing to crazy I have ever been". Og sveimér ef Crazy horse tekur bara ekki undir í viðlaginu og róast niður. En crazy horse er engin hvítur fákur.

7. apríl 2006

This is the closest thing to crazy I have ever been

Ærir hefur lagst í þunga þanka með sína smáu skanka og lætur allt danka.

6. apríl 2006

Vinur er sá sem til vamms segir

Ágætir vinir kallast svo af því að þeir eru ekki bara góðir vinir heldur ágætir. Vinur er sá sem til vamms segir. Hitti í gærkveldi ágætan vin minn, nokkuð svartan hið ytra, en bjartan að innan. Ræddum við lengi saman. Fórum út á Gróttu og horfðum á ólgandi sægrænnt brimið í norðan galsanum. Gott ef maður bara hugsar ekki skýrar þegar særokið feykir hárinu til og nuddar hársvörðinn og lokkarnir toga í hársekkina. Þetta var bara hálfgerð terapía, -særoks terapía, þar sem samtalsmeðferðin drukknar oft í öldubrotunum, en hugsunin skýrist og hugrekkið vex.

There are nine million bicycles in Bejing.

That´s a fact....

5. apríl 2006

Vox mea est bamba
possum depellere .....

Úr þjóðsögum

Er sú væflan útlits grá
í mórauðu fati,
púkans svæflaprjónagná
peysuræfli svörtum á.

Ungleg nokkuð þykir, því
þumal-tottar-fingur.
Rækals brokkar rytjan ný
rauðum sokkagörmum í.

(höf: Gísli Konráðsson)