Fór í bæinn í gær og fór í klippingu og er nú kominnn með vel snyrt 4mm skegg. Fékk nudd í hársvörðin og rann ýmislegt upp fyrir mér. Það er gott að hugsa í rakarstól, og segja bara jam og já þegar rakarinn malar, en maður er annars hugar. En sumt verður víst ekki aftur tekið, fremur hárið sem féll á gólfið. Það verður maður að sætta sig við, en hárið vex þó alltaf aftur (og skeggið líka).
Fór svo að leita að bókinni ágætu um fæði páfanna en hún fannst hvergi. Ég fékk þó tækifæri til að prófa skóna mína nýju í brekku. Gekk upp og niður Bankastrætið og Laugaveginn og Austurstræti. Var svo léttur á mér að ég nánast spólaði og datt í hug þessi bullvísa:
Mikið á ég skrýtna skó
með skemmtilega sóla
Unga stúlkan æpt´og hló
er hún sá mig spóla
Rakst á bók sem heitir 1,000 Places to See Before You Die. Keypti hana "med det samme". Hét því að leggjast í ferðalög til framandi staða.
12. apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Mæli eindregið með bók sem heitir "ten fun things to do before you die"
það virkar sem auðveldari, amk styttri listi. en ótrúlegir staðir í blessaðri bókinni og merkilegt nokk, - á suma hef ég komið og sumt hef ég gert. T.d. the ring road, Iceland!! En góðar hugmyndi eru gulls ígildi
Skrifa ummæli