24. apríl 2006

Kemía

Las með athygli viðtöl við ungskáld um helgina (og síðustu viku) í fréttablaðinu og dáist af frumleika og valdi þeirra á ljóðagerð. Fannst þetta einstaklega falleg ljóð sem fram hafa komið í keppninni um sigurskáldið. Gott framtak hjá fréttablaðinu. En maður verður víst aldrei 19 aftur eins og einn vinur minn sagði um daginn.

Það vakti líka athygli mína að á opnunni á undan var fjallað um ástina og ýmsar staðreyndir um hana, -kemiskar staðreyndir. Fór þá að velta fyrir mér hvernig ungt fólk og skáld muni fjalla um ástina þegar þessar upplýsingar liggja fyrir, (birt án ábyrgðar af hálfu æris).

.. vísindamenn skipta ást í 3 stig.

.. að 1. stigið er losti.

..að hormonið testosteron og estrogen spila þar lykilhlutverk.

..að 2. stigið er hrifning.

..að 2 stigið er það sem skrifað er um í rómantískum ástarsögum og myndum.

..að fólk á þessu stigi upplifir ýmsa líkamlega kvilla. Svefnleysi, lystarleysi og þráhyggja eru á meðal þeirra.

..að í þessu ástandi losar líkaminn m.a. dópamín, sem er vímugjafi og verkjastillandi lyf líkamans

..að dópamín losnar við neyslu nicotíns og kókaíns.

..að magn serótónins í líkamanum snarminnkar. Það getur leitt af sér tímabundið þunglyndi og aðrar geðraskanir.

..að fólk gæti aldrei verið í stigi 2 endalaust. það er líffræðilega stórhættulegt.

..að eftir að hrifningin dafnar tekur 3. stigið við. það kallast skuldbindingarstigið

..að dæmi um efni sem hafa áhrif í 3. stigi og lengsta ástarstiginu er oxytocin og vasopressin.

..að oxytosin er það hormon sem meðal annars stuðlar að tengingu móður og barns og kallar fram mjólk í brjóstum.

..að oxytosin losnar við fullnægingu og styrkir þannig tengsl þeirra sem saman stunda kynlíf.

..að vasopressin losnar líka í kynmökum.

..að rannsóknir á dýrum benda til þess að að sé vasopressin bælt niður nái pör engum tengslum á líffræðilegum grunni.

..að líkamslykt hefur mikil áhrif á hrifningu.

..að séu einstaklingar með svipuð ónæmisgen er líklegra að þeim finnist líkamslykt þeirra fráhrindandi.

..að séu þau mismunandi verður afkvæmi þeirra hraustara og þannig hefur náttúran bundið um hnútana að gen eru sýnd í lykt.


Ærir veltir fyrir sér hvernig kemísk ástarljóð verði í framtíðinni? Er hér komin skýring á Amor nobilis sem Ærir hefur fjallað um áður. Býst við að serótónin, dópamín, kókaín og níkótín megi nota í einhverskonar rím.

1 ummæli:

Fríða sagði...

Ef ég skil þetta rétt, þá er um að gera að stunda kynmök allavega einu sinni með einhverjum sem er með mjög ólík ónæmisgen og ekki fráhrindandi lykt, og eignast þannig hraust afkvæmi. Skil vel að konur hafi "lent í ástandinu".