17. apríl 2006
Annar í páskum
Fór í gegningar eða hirðingar í morgun, naut samveru húsráðendur. Eldri hjóna, foreldra æskuvinar míns. Hjálpaði til með graðhestana sem komnir eru með vorfiðringinn. Þaðan í þreksalinn eftir hádegi og fór eina hraðbraut og speisgöngu á þyngri kanntinum svo ekki þurfti langan tíma til að ná upp "hámarkspúls" og heljarsvita. Dreif mig svo í sundlaugina og hugsaði um húðlitinn. Yrði vonandi brúnn en ekki gulur. Synti einhverja hundruð metra, reyndar færri en vildi geta gortað af. Sólbað í pottunum. Fór svo í klukkutíma slökun við arineldinn, kínversku tónslistina og fugltístið í bakgrunninum. Held bara að þetta sé geðrækt ekki síður en líkamsrækt. Líður strax mikið betur öllum, eftir bara þjúskipti. Hvernig verð ég eftir þrjátíu? Er óskaplega hrifinn af dekoreringum í baðhúsinu. Frjósemistákn á öllum veggjum og kínverskir vel slípaðir steinar, mótaðir eins og lendar ungmeyja verða á vegi manns (oftar en ykkur grunar). Yngir mann allan upp. Fór svo í hesthúsið aftur og nú í besta kompaníi sem hugsast getur. Riðum upp að Vífilstaðavatni í kvöldsólinni. Í kvöld Stuðmannamynd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
við þetta má svo bæta að maðurinn i þar, þar, þar næsta stóli var enn þarna þriðja skiptið í röð sem ég kom. Og hraut. Annað hvort er þetta svona góður stóll eða maðurinn gleymir að fara heim. Ef hann verður við í dag, ætla ég að ýta við honum, -eða hvað. Ætli að hann sé fluttur þangað?
Skrifa ummæli