21. apríl 2006

Á heiðinni

Hann gekk upp að hallann. Sá framundan heiðabrúnina og velti fyrri sér hvort hann ætti að hvíla sig fyrir síðasta áfangann. Hann settist augnablik niður og skoðaði í pokann sinn og hugsaði hvað það væri þægilegt að ferðast án mikils farangurs. Í pokanum voru aukasokkar, peysa, vasahnífur og kaffibrúsi. Hann var búin með nestið enda ferðin farin án mikils undirbúnings. Hann ætlaði að lifa af heiðinni, þó enn væri skammt liðið sumars. Í fjarska mátti heyra álftir og gott ef lómur væri ekki einhvers staðar á næsta leiti. Hann stóð upp aftur og hugsaði. Þetta hefur verið kallt vor, ætli sumarið verði gleðilegra.

Á heiðarbrúninni sá hann vítt yfir. Hvergi ský á himni en samt svalur andblær. Hann sá yfirborðið gárast á djúpum vötnum og nokkur óðinshanapör syntu fram og til baka í á lækjunum. Dýpi vatnanna var mikið og yfir þeim hvíldi ró. Ró sem hann hafði ekki upplifað lengi. Í flákunum í kring stóð hrossanálin teinrétt og á melunum í grend mátti sjá hnapp og sóley vera brjótast fram. Hann gekk fram á vatnsbakkann. Loksins hugsaði hann. Loksins kominn að leiðarlokum. Af heiðinni liggja leiðir í allar áttir. Upphaf. Hann tók upp kaffibrúsann. Kaffi. Nei, hann setti það aftur niður í pokann. Hann hafði ekki drukkið kaffi í margar vikur. Skyldi ekki hvers vegna hann hafði tekið það með. Kaffi vakti upp sterk viðbrögð og hann réð ekki við þau enn. Fráhvarfseinkennin komu sterkt fram. Hjartsláttur og sviti. Skyldi hann einhvern tímann geta drukkið kaffi á ný, hugsaði hann og lagðist á vatnsbakkann og lét andlitið síga niður að vatnsborðinu. Hann var svo nálagt að spegilmynd hans aflagaðist þegar andardrátturinn ýti við efstu sameindum vatnsins. Hann horfðist í augu við sjálfan sig, og sagði stundarhátt. "Þetta eru ekki rökkuraugun mín" og í næstu andrá fékk hann sér vatnssopa. Hann varð votur í framan. Beið síðan með andan í hálsinum og sá vatnið kyrrast á ný og ró færast yfir það. Hann sá sjálfan sig og beið þess að myndin segði eitthvað en það var þögn.

"Hér get ég ekki verið" muldraði hann við sjálfan sig. Stiklað fram hjá díamosanum og horfði yfir heiðina. Það er hlýna í veðri. Sumarið hlýtur að verða gott hugsaði hann um leið og hann lagði af stað.

1 ummæli:

ærir sagði...

prófarkalesarinn er í fríi. ambögur og annað ekki afsakað.