18. apríl 2006

Ritræpa að Dratthalastöðum

Ærir er með ritræpu í dag, enda endurnærður úr fríi kominn og á leið í betrunarvist í baðhúsinu og svo hesthúsið. Hann hefur vanrækt Dratthalastaði lengi og atburði þar svo hann kveður með þessu brag:

Að Dratthalastöðum ég dvel um sinn
og dugmikinn kraftinn í heilanum finn.
Ég mætti þar húsfrú og heilsaði að sið,
herti að belti og batt það um kvið.
En buxurnar sigu af bumbunni niður,
svo blasti við Ærafáks fúni viður.


Ærir leggur ekki í að birta fleira að sinni, en mun dvelja í orlofi á Dratthalastöðum og senda skeyti þaðan, eftir því sem sögunni vindur fram.

3 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Halur veit vel af vanda Æris og fúinn viður er að sumu leiti betri en enginn, sérstaklega þegar lítt á hann "reynir". Halur kvað:

Tvennt ei karlar kunna á
og kannski eigi segja má;
að engum hafi tekist
svo hafi kerla á rekist,
samtímis huga- og reðurreisn að ná.

Halur Húfubólguson sagði...

Halur stalst til að setja þennan leir á síðu sína (í kjölfarið) vegna fréttar í dagblaði. Hún átti e-n veginn við. Afsakaðu Ærir.

ærir sagði...

Ærir þakkar Hali fyrir vísuna og engan veit Ærir betri til að takast á við þennan vanda, enda Ærir í orlofi að Dratthalastöðum og "reynir" meira að kveða en þar er alltíeinu lágtris líka. Hali er velkomið að nota og misnota allt sem Ærir segir og gerir. Það bara gleður Æri.