21. apríl 2006
Heiðin - 2
Hann gekk um heiðina. Stikaði stórum á köflum og hljóp við fót.  Það var enginn nálægur.  Einn á heiðinni en þó með allt í kringum sig. Mófuglar flugu upp við fótmál hans. Lambagrasið byrjað að taka lit, en ilmurinn en þá daufur. Langnefja spói fylgdist með tortrygginn í fjarska.  Gaukurinn steypti sér við sjónarrönd og þytur vængja hans rauf kyrrðina. "Hvað ertu að flýja", hugsaði hann. "Eða ertu að leita að nýju upphafi". Bakpokinn kastaðist til á bakinu og hann fleygði sér á milli þúfnanna. Brjóstkassinn gekk upp og niður. Það verkjaði í kálfana. Hann grúfði sig í svörðinn, -en velti sér síðan við. Snöggt. Horfði beint upp i himinninn. Sá bara blámann á heiðum himni. Ég sé þær ekki en þær eru þarna. Stjörnunar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
1 ummæli:
prófarkalesarinn er enn í fríi....
Skrifa ummæli