25. apríl 2006

Heiðin (4)

Sólin skein beint í andlit hans, en það fór um hann hrollur. Sólin var að koma upp og lítil fluga sem hafði villst frá vatnsbakkanum suðaði við nef hans. Eins og alltaf klæjaði hann í nefið þegar þær gerðust of nærgöngular. Hann hafði ekki séð neinar stjörnur í nótt. Nú myndi skugginn styttast þegar sólin hækkar á lofti. Enn voru engin ský sjáanleg. Hann var einn með upphafið. Hvar var upphafið. Hann velti fyrir sér hversu marga bláa tóna himininn hefði.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur fylgist illa með, en hver er munurinn á Ærir I og II (andvara og söngvara)?
Halur

ærir sagði...

þetta er allt annar ærir

Guðný Pálína sagði...

Enn á heiðinni?