29. apríl 2006

Ég var nóttin

Fór í gærkveldi á tónleikana "Mannstu gamla daga", með sinfóníunni. Tókst að draga yngri soninn frá próflestrinum. Söngkonurnar Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal, eru fallegar og syngja eins og lævirkjar. Mögnuð stemming.

Skil eftir ljóðið við "Við gengum tvö" e. Friðrik Jónsson og / Valdimar Hallstað, þið getið raulað það og upplifað stemminguna..

Við gengum tvö, við gengum tvö
í rökkurró,
við leiddumst hljóð, við leiddumst hljóð
um ungan skóg.
Þú varst yndi, þú varst yndi
og ástin mín,
og stundin áfeng, stundin áfeng
eins og vín.

Við hlýddum tvö, við hlýddum tvö
í húmi ein,
er blærinn kvað, er blærinn kvað
við blöð og grein.
Ég var nóttin, ég var nóttin
þögla þín,
og þú varst eina, þú varst eina
stjarnan mín.

Á meðan norðurljósin leiftra
um bláan himininn
þá sit ég einn og þrái
kveðjukossinn þinn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég syng hér hástöfum, alein í eldhúsinu. k

ærir sagði...

mér datt í hug að það gæti gerst þarna vestan hafs. Svo var líka lagið Kata rokkar sungið af Ragnheiði Gröndal.