16. apríl 2006

Engin rós er án þyrna

var málshátturinn sem ég fékk úr páskaegginu.
Fór í hesthúsið.
Fór í baðhúsið.
Sá fyrstu lóu vorsins.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig fór fyrir skíðaferðinni norður? k

Fríða sagði...

Hvort skyldi lóan hafa verið á hestbaki eða í baði... Varla hefur hún verið innan í páskaegginu.

Guðný Pálína sagði...

Hafi Ærir farið norður þá tók hann a.m.k. ekki hús á Hali og frú...

ærir sagði...

það rætast víst ekki allir draumar og skammsýni ræður of oft för hjá Æri. Hann vaknaði af bakvakt á föstudagsmorgni og "til í slaginn" en úti var veður vont. Hríðarslydda og kuldi. Grátt í fjöllum. Þá hugsaði Ærir. "Hefur nú Halur reynst sannspár enn, er ekki slæmviðrið gengið yfir og ekki þýðir úr rúmi að fara" .Hætti því við allar ferðir norður heiðar og stálkanntar ryðga enn. Frétti svo siðar að ekki hefði verið betra veður aðra stund fyrir norðan. Situr Ærir því enn eftir með sárt ennið (en þó ekki sólbrennt). Þegar stytta tók upp hér sunnanlands fór Ærir á hestbak á sínum Ærafák, ótamda. Var í föruneyti föður skógfræðingsins þeim ríflega áttræða, og dóttur hans. Voru föruneyti allt það á lötum hestum og klyfjagangurinn hafður í fyrirrúmi. Helst bar til tíðinda að Ærifákur prjónaði þrívegis með Æri og reyndi að koma honum af baki en tókst ekki. En út rak hann alla illkvitni úr Æri sem nú þakkar almættinu fyrir að hafa lifa þessa hættuför. Hefði betur skorað veðurguðina á hólm og haldið á skíði.

ærir sagði...

við þetta má bæta að Ærir fór með bróður sínum í kirkjugarðinn í Gufunesi þar sáum við lóuna blessaða, eina á vappi. Þótti það góðs viti og hefði glatt foreldar okkar sem þar hvíla, en eru náttúrulega ekki þar, heldur allt um kring. Þá varð ljóðið tíminn til sem Ærir festi á blað nýlega.