11. apríl 2006

Nýjir skór

Ærir er íhaldsamur, en þó rótækur inn við beinið. Verður oft afspyrnu reiður og á erfitt með að höndla það. Heimsómafræðingur par exelance. Sem ungur maður fuðraði hann oft upp og sagði allan fjandann í bræði, sem hann oft sá eftir þegar af honum bráði. Óskaplega erfiður hreint út sagt. Hefði þurft "anger management" terapíu sem ungur. Kannski er það aldrei of seint. En um það var nú ekki ætlunin að skrifa í dag, heldur nýju skóna mína.

Ég fór til Texas og var þar í næstum 10 daga (missti úr einhverja sólarhringa í ferðalögum). Sat í 12 t á dag við að reyna að læra ný fræði. Gerði eiginlega ekkert annað (amk af viti). Fór í innkaupaleiðangur og keypti mér nýja skó. Það sem meira var að þeir voru með nýju lagi. Ekki gamla tegundin sem Ærir hefur átt amk fjögur pör af, par fram að pari. Það er nefnilega þannig að þegar maður hefur fundið skó sem passa er best að vera bara í þeim, þannig hefur Ærir keypt sér stundum tvenn pör eins til að geta átt til skiptanna. Því ekki er gott að vera allan daginn, dag eftir dag í sömu skónum. Nýjir skór geta þrengt að og valdið hælsæri og tásæri og ilsæri en nýju skórnir mínir særa mig ekki. Þeir eru mjúkir og léttir. Falla eins og flís við rass eða skór að tám. Maður á greinilega aldrei að vera hræddur við að prófa nýja hluti og fara nýjar leiðir. Sumum lærist það hægt.

Nú spígsporar Ærir um ganga, stéttir og stíga í sínum nýju skóm (það er ekki kúrekastígvél ef einhver skyldi halda það, því Ærir var í Texas, þó það hafi verið freistandi, en svo rótækur er Ærir ekki orðinn). Gott ef maður verður bara ekki léttfættari og finnur nýjar leiðir í nýjum skóm. Kannski Ærir prófi þá í brekku síðar í dag. Þeir eru ágætir í stigum.

Ærir keypti líka nýja yfirhöfn í ferðinni til Texas, svo hann þekkist varla lengur tilsýndar. Um yfirhöfnina verður fjallað síðar. Nú er bara spurningin. Breytist innrætið þegar þegar ytra byrðið hefur tekið stakkaskiptum?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar stólpípan er "hrein", þá má vænta bata. Stólpípa sálarinnar er þó öllu erfiðari viðureignar þar sem alls kyns fræðingar hafa atvinnu af því að setja númer á heilbrigt fólk; það má hins vegar áhættulaust skola sálarflækjum niður ásamt innvolsinu.
Halur

ærir sagði...

Ærir þekkir ýmsar fæðutegundir sem geta verið ágætar til úthreinsunar. Þeim geta þó fylgt innvortist vindgangur og iðrastingir. Hann hefur loks lært að forðast þær, en hvaða fæðutegundir skyldu veita sálarhreinsun. Ærir frétti af matreiðslubók nokkuri sem heitir eitthvað á þá lund: "Bon Apetite, your holiness" og fjallar mataruppskriftir páfa frá örófi alda til dagsins í dag. Hann hefur nú úti alla anga til að verða sér úti um hana.