19. apríl 2006
Fluttur að heiman
Það eru skrýtin tímamót þegar börnin fara að heiman. Í gærkveldi flutti eldri sonurinn ásamt unnustu sinni í eigið húsnæði (reyndar íbúð móðursystur sinnar) sem þau hafa fram að því að geta flutt á hjónagarða í júní. Unga parið virðist lukkulegt með þessa nýju tilhögun. Ærir óskar þeim til hamingju með þennan áfanga og hlakkar til fyrsta heimboðsins. Yngri sonurinn situr sveittur yfir stúdentsprófum (eða á að vera að gera það).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli