Er Ærir endanlega bilaður er spurt á göngum og í skotum þessa daga. Hálkveðnar vísur á bloggsíðum bæta ekki úr. En þó Ærir sé eins og ætið á barmi örvæntingar heldur hann enn í hvannrót eina þó, þar sem hann hangir fram að hengiflugi og vonast til að eigi mun hún upptekinn. En hann hefur undanfarið staðið í tamningum, er ekki góður tamningamaður enda slæmur í mannlegum samskiptum líka. Hann hefur þó verið að glíma við Crazy-Horse undanfarið, eftir að hann Ærir gerði sneipuför mikla til Texas og komst ekki á Rodeo. Þar tapaði Ærir geðsmunum sínum alveg á köflum, ruglaður af tímamismun gerði hann óskunda mikinn svo eftir varð tekið um allan heim. Hann fór m.a. á bar nokkurn og sá þar drykk sem kallaðist Metroman Martini sem í var vodki, "hypnotic" coctail (ekki nánar skilgreint) og annað sull. Ærir horfði lengi á barþjónin sem talaði með Houston málhrein og sagði með íslenskum hreim. "I want this". Barþjónin horfði til baka og sagði eftir að hafa virt Æri fyrir sér "no you dont". "This is a girly drink that is not even good". Af öðrum drykkjum drakk Ærir frá sér ráð og rænu og vann sér margt til óhelgi. Fékk þó að fara óáreittur úr landi og gengur enn laus.
Heim kominn hefur Ærir átt stundir með hrossum sínum. Hann hefur reynt að temja Crayzy horse og á tímum í nokkuri lífshættu enda ekki beint til þess skapaður. Hann hefur þó sannfært sig um að á meðan geri hann ekki nokkurn annan óskunda. Hann hefur fundið eitt ráð til að róa sig, en það er að raula lag við hæfi og er titill þess er einmitt: "This is the closest thing to crazy I have ever been". Og sveimér ef Crazy horse tekur bara ekki undir í viðlaginu og róast niður. En crazy horse er engin hvítur fákur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli