Hann reis upp aftur. Hægt. Leit í kringum sig og sá að degi var farið að halla. Gæti hann staðið upp. Skugginn myndi stækka. Hvers vegna var hann hér. Hann reyndi að muna það. Það gat ekki verið rétt sem sagt var. Hann var ekki slíkur maður. Hann þekkti ekki lýsinguna. Var það illkvittnin sem elti hann, hvar bjó hún. Voru þetta hans skuggahliðar, -hví hafði hann ekki hitt þær áður. Ótal spurningar og heiðin breytti um lit. Grámi færðist yfir. Fuglarnir hljóðnuðu. Einmanna tófa hlaut að vera í fjarska. Hann þóttist heyra. Myrkrið. Myrkrið var það eina sem hann hræddist í kvöld. "Það er ekki hægt að vera einmanna hér", sagði hann stundar hátt. Hér er líf. Hér er ró. Sjáðu gleym mér eina með sín bláu blóm. Sjáðu lambagrasið með bleiku blómin. Sjáðu holtasóleyjarnar með hvítu blómin. Þú ert ekki einn. Þú þarft bara að horfa, skoða. Líttu á lífið. Hann heyrði gljáfrið við vatnsbakkann.
"En glæpurinn"! hrópaði hann og rödd hans barst yfir víðernið. "Hvað með glæpinn"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hér starfar engin prófarkalesari lengur /:))
Skrifa ummæli