23. janúar 2006
Masque rapide éclate pureté
"Persona" er orð sem kemur grísku og var notað um maska (grímur; sorgmæddur eða brosandi) leikaranna. Ærir er nú að sökkva sér ofan í lærdóm um "persónuna" og veikleika hennar og etv lærir hann eitthvað um styrkleika hennar líka.
Hann hlustaði í síðustu viku á lærðan geðlækni fjalla um þetta á leiftrandi og fræðandi hátt. Verður það rifjað upp síðar og allur sá fróðleikur fram færður. En það er vel við hæfi að fjalla um þetta núna, því á föstudaginn greip Ærir til neyðarmaska, enda á leið í leikhús. Það var því vel við hæfi að setja upp maska.
Eins og oft vill verða á ögustundu þegar Ærir er við það að örmagnast og farinn að láta á sjá, þá grípur hann til nokkurs konar andlitskrems sem kona hans á inn í skáp. Á því stendur "deep cleansing emergency mask". Nú stóð svo á að Ærir þurfti virkilega á emergency mask að halda, eða masque rapide éclat pureté eins og stendur á túbbunni, og ekki verra ef að maskin hyldi dýpið sem umlykur persónuna.
Það getur nefnilega verið erfitt að halda andlitinu í þjóðleikhúsinu. Þá er gott að geta sett upp neyðarmaska (ekki maskara sem mun víst vera annað og Ærir hefur enn ekki lagt í að nota, þrátt fyrir að prufa reglulega snyrtivörur kvenna, en þær kenndir eru duldar).
Ærir mælir með því við karla jafnt sem konur að bregða á sig deep cleansing emergency mask, þegar þreytan er farin að setjast að í andlitsdráttunum. Kannski það virki líka á persónuna sem undir býr. Hver veit nema að bráðum verði hægt að kaupa deep cleansing emergency persona, á þessum síðustu framfaradögum læknisfræðinnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
til hamingju með afmælið, mávur! hugrún
Skrifa ummæli