15. september 2008

Haustverkin

Í haust týndi ég sólber og stikkilsber í garðinum mínum og fékk aðstoð systur minnar við að útbúa dýrindishlaup. Í dag fékk ég svo að smakka chilli-paprikku hlaup/mauk sem mér líkaði stórvel og þarf að að útbúa við tækifæri. Læt uppskriftina fylgja hér:
Chili-papriku sulta:

4 stk. stórar rauðar paprikur
5-6 stk. ferskur rauður chilipipar (fræhreinsaður)
1 kg sykur
1 ½ bolli borðedik
5 tsk. sultuhleypir (Melatín).

Maukið paprikurnar og chilipiparinn í matvinnsluvél (eða saxið mjög smátt). Sjóðið maukið með borðedikinu og sykrinum í 20 mín.
Setjið síðan sultuhleypinn út í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót.

Gerir ca. 1,3 l af sultu.

Hráefniskostnaður (Bónus) um 500 kr. (m.v. erlenda papriku).

Engin ummæli: