Að þykkna upp: Verða ólétt
Afhenda: Höggva af hönd
Afleggjari: Maður í megrun
Baktería: Hommabar
Bálreið: Slökkviliðsbíll
Biskupstunga: Talsmaður biskups
Blaðka: Kvennkyns blaðamaður
Bleðill: Karlkyns blaðamaður
Boðberi: karlkyns sem háttar sig í boðum
Brautryðjandi: Snjóruðningstæki
Búkarest: Líkhúsið
Dragbítur: Árbítur sem hefur seinkað
Dráttarkúla: Eista
Dráttarvextir: Meðlag
Endurholdgun: Fitnar aftur eftir megrun
Frosinn og fannbarinn: Mjög stífur og þurr á manninn
Glasabarn: Barn getið á fylleríi
Gullfoss og geysir: Uppköst og niðurgangur
Hangikjöt: Afslappað typpi
Heimskautafari: Tryggur eiginmaður
Hleypa brúnum: Kúka
Kommúnistafundur í kjallaranum: Blæðingar kvenna
Kúlulegur: Feitur
Kviðlingur: Fóstur
Meðalmaður: Lyfsali
Meinloka: Plástur
Nábýli: Kirkjugarður
Neitandi: Bankastjóri
Neyðarkall: Björgunarsveitarmaður
Skautbúningur: Næríur
Skipta sköpum: Kynskiptiaðgerð
Tannstönglakviðfylli: Pinnamatur
Undirbúningur: Nærföt
upphlutur: Brjóstahaldari
Úrhellir: Kanna
Útvarpsmaður: Dyravörður
Viðbjóður: Afgreiðslumaður í timburverlsun
Vindlingur: Veðurfræðingur
Öryrki: Sá sem er fljótur að yrkja
Öskureið: Ruslabíll
19. september 2008
Orðabókin
Hef alltaf haft gaman af nýyrðum. Læt hér fylgja nokkur úr orðabók Ólafsfirðinga sem ég rakst á á netinu:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Var farinn að halda að ég væri eitthvað meira en meðalmaður, en sé hér svart á hvítu að það var misskilnigur.
Kv.
Stjáni
nei varla miskilningur. ÓF-firska er varla mark á takandi.
Skrifa ummæli