Haustinu fylgja ákveðin verk og eitt af því er að bregða sér í sveitina og sinna hrossum. Ég fór í gær með synina og smalaði saman þeim Skuld, Glóa og Hálfmána og rifum við skeifur undan svo ekki verði þeim kalt á fótunum þegar frysta tekur. Að því loknu fórum við á veitingastaðinn Við fjöruborðið á Stokkseyri og gæddum okkur á humarveislu. Í dag kostar það svona circa það sama og að fylla tankinn á bílnum.
Fyrr um daginn, eða snemma morguns, dreif ég mig á málþing um sögu lækninga á Íslandi og læknaminjasafn í Nesi. Athyglisvert og þar hitti ég frammámenn læknafélagsins, m.a. Hal Húfubólgusón sem hafði frá ýmsu að segja að norðan. Borðuðum saman aspassúpu á Háskólatorgi hinu nýja.
Nú er ég nýkominn frá systur minni þar sem ég fékk lúðuhaus soðin með lárviðarlaufi og rúsínum. Mín bíður svo í dag að ganga frá nýrri rannsóknaráætlun, planinu stóra og fá fjölskylduna í mat í kvöld.
-Cest la vie
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Málþingið bjargaði miklu; það er þó erfitt mjög að komast hjá því að nefna hversu leiðinlegur og illa skipulagður "hinn fundurinn" var. Gaman að líta framan í stórmenni og menn sem hafa sambönd í útlöndum um plön, stór plön. Ótrúlegt að geta staðið svo nærri að andardrátturinn heyrðist. Ærir þarf kannski að skera niður í haust!?
Halur Húfubólguson "geldneyti"
ég hafði sem betur fer, að ég held vit á því að mæta ekki á félagsmálapakkann enda svíf ég ekki um í þeim kreðsum en sem komið er, né nýt ég risnu af gjöldum hins almenna félagsmanns.
Skrifa ummæli