23. september 2008

Le Moule d'origine

Er lagstur í rannsóknir á Tarte Tatin sem ég býst við að spreyta mig á þegar kjarkurinn lofar. Fann þessa mynd af upphaflegu pönnunni sem tertan var bökuð í. Rannsóknir eru skemmtilegar, ætla að fara að stunda þær aftur í meira mæli.
Svo langar mig líka á gömlu dansa námskeið.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefur þú mýkst með aldrinum eða varstu alltaf svona mjúkur sbr. eldamennsku og gömlu dansana.
Áður var það útivist og fallhlífarstökk.
Hvað gerðist ???

Kv.
Stjáni

Katrin Frimannsdottir sagði...

Við Halli erum alltaf á leiðinni að læra suður-ameríska dansa. Sérstakleg tangó. Okkur vantar svo tíma. Annars væri gömludansanámskeið í fínu lagi. Kannski við gerum það þegar við flytjum heim. Með mörgum gömlum vinum.

ærir sagði...

Stjáni. allt i lagi meðan þú kallar mig ekki tilfinningaríkan og hjartahlýjan. ætla að reyna fyrir mér í útivist aftur í vetur eða hlaupabretti í laugardalnum.
það væri aldeilis gaman að fjölmenna á dansnámskeið og rifja upp gamla takta frá því við dönsuðum við hljómsveit Hanna feita í efnafræðistofunni.

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér líst vel á þessa hugmynd þína! Nú er bara spurning hvenær við flytjum.Við megum ekki vera orðin svo gömul og fótafúin þegar að því kemur að við getum ekki dansað gömlu dansana.

ærir sagði...

... eða segðu tangó.

Nafnlaus sagði...

Ég sé okkur fyrir mér, líða fang í fang um gólfið í takt við ljúfa tónlist og Hanni á bassanum. Inn á milli bregður fyrir ástríðufullum tangó og tilfinningarnar fá verðuga útrás í snertingu og takti. Já. Þetta lítur bara vel út. Hvað finnst ykkur ?
Stjáni

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér þykir þú innilegur í lýsingum þínum Stjáni! En ég get alveg séð okkur fyrir mér. Allan hópinn.