9. nóvember 2008

Cafe Loki - kreppuskammtar

Gerði úttekt á þessum stað, efst á Skólavörðuholtinu beint á móti Hallgrímskirkju og Hnitbjörgum. Frábær staðsetning og skemmtilegt andrúmsloft. Staðurinn er rekinn af tveim fv. MA-ingum. Fengum okkur laugardagssnæðing, tvær tegundir af heimabökuðu brauði, önnur með síld og eggjum og hin með silungasalati. Í eftirrétt fylgdu svo lummur. Kaffi að hætti húsins. Á sunnudögum er boðið upp á rjómapönnukökur.

Þetta var ljúffengt en skammtarnir litlir, þannig að bæta varð við af matseðli rúgbrauði með kæfu og pönnuköku með sykri til að metta svanga maga. Lummurnar voru heldur þunnar og ekki boðið upp á sykur eða rabbabarasultu með. Það þótti mér miður. En það var gaman að fara þarna og geri ég það aftur og prófa þá af matseðli, kjötsjúpu, flatbrauð með sviðasultu ofl. íslenskt. Silungasalatið var gott.

En ég veit ekki hvort mér líkar þessi franski stíll á skömmtum. Það er víst komin kreppa. Tilvalinn staður þegar maður vill breyta til og orðinn þreyttur á latte og croissants.

Þjóðerniræktin ehf.

1 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það hljómar eins og kreppan verði góð fyrir línurnar. Það er væntanlega ekki alls kostar rétt því heilsusamlegur matur er því miður oft dýrari er draslið. Grænmeti, ávextir og annað góðgæti er rándýrt á landinu bláa. Kannski er bara ráð að minnka skammtana.