17. nóvember 2008

Nóbelsskáldið

Halldór Laxness á tilvitnun við hvert tækifæri. Þessi er úr Heimsljósi. Orðin sjötíu ára gömul en hittir beint í mark.

“Vinur, sagði Annar Heldrimaður og faðmaði skáldið. Það er búið að loka
Bánkanum. Einglendíngar hafa lokað Bánkanum. Það var og, sagði skáldið. Og
hvernig stendur á því að einglendíngar hafa lokað Bánkanum, sagði Annar
Heldrimaður. Það er af því að það eru aungvir peníngar leingur í Bánkanum.
Júel er búinn að tæma Bánkann. Júel er búinn að sólunda öllu því fé sem
einglendíngar lánuðu þessari ógæfusömu þjóð af hjartagæsku. Júel hefur
sökt öllu fé einglendínga útí hafsauga. Þessvegna er búið að loka
Bánkanum.”
Halldór Laxness lýsir íslenskum athafnamönnum í Kristnihaldi undir jökli.

Spurt er: Hvað er hraðfrystihús?

Og svarað: "Það eru íslensk fyrirtæki. Spaugararnir reisa þau fyrir styrk frá ríkinu, síðan fá þeir styrk af ríkinu til að reka þau, þvínæst láta þeir ríkið borga allar skuldir en verða seinast gjaldþrota og láta ríkið bera gjaldþrotið. Ef svo slysalega vill til að einhverntíma kemur eyrir í kassann þá fara þessir grínistar út að skemmta sér"

(Kristnihald undir Jökli, bls. 301)

Engin ummæli: