2. október 2008

Mér finnst fiskur góður


Ég elda alltaf fisk fyrir drengina mína og Ylfu á þriðjudögum. Sú skemmtilega hefð hefur þróast síðustu misserin. Ég þvælist á milli fiskibúða og leita að girnilegum réttum. Á tímabili verslaði ég mikið í Gallery fiski (þar sem ég varð á tímabili að fá rauðsprettu á kúskúsbeði amk 1 sinni í viku), og nú upp á síðkastið í Fylgifiskum þar sem bleikja með koriander er í sérstöku uppáhaldi og steinbítur í karrý. Svo heyrði ég nýlega talað um fiskbúðina Hafberg og brá mér þangað í verslunarleiðangur. Keypti þar dýrindis lúðusteikur sem ég grillaði. Það er búð sem ég mun halda mig við á næstunni. Verð er þar heldur hagstæðara en í hinum tveimur og þar er líka meira úrval af "ómeðhöndluðum" fiski, sem maður getur kryddað og matreitt alveg upp á eigin spýtur frá grunni.

2 ummæli:

ærir sagði...

þar fást líka kinnar, hausar og gellur...

Katrin Frimannsdottir sagði...

Það má ekki lýsa fiskbúðum svona vel. Það fer illa með viðkvæmar fiskisálir.