22. október 2008

Nýyrði - súrefnisróttæklingar

Nú er sá árstími að ég er að kenna ungu og velgefnu fólki. Kennslan fer þannig fram að þau kenna hvert öðru í formi fyrirlestra, um tilfelli með sjaldgæfa kvilla sem hrjáir mannkynið. ég set mig í prófessorsstellingarnar og fylgist með af athygli.

Þar á meðal var ung kona sem kynnti sjúkdóma sem má rekja til breytinga í hvatberum og uppsöfnun á snefilefnum sem kallast á ensku "free radicals" og eru afurðir súrefnis. Hún kallaði þetta því skemmtilega nafni súrefnis róttæklinga og á þessum síðustu tímum byltingarhugsjóna sem eru að vakna fannst mér þetta vel víð hæfi og gæti átt við umhverfissina og félaga mína í Náttúruverndarsamtökum Íslands.

1 ummæli:

ærir sagði...

afsakið þetta er náttúrulega fiskbúðin HAFBERG í Gnoðarvogi sem ég er að vísa til.