17. október 2008

Matarboð

Var með skemmtilega félaga í mat í gærkveldi, þ.á.m. þingmanninn og var mikið skrafað. Bauð upp á rækju og hörpuskels salat í forrétt og fiskitvennu í aðalrétt. Með forrétinum bar ég fram niðurskorið baguette steikt upp úr olíu. Aðalrétturinn samanstóð af silung í sesam og koriander og steinbít í hvílauks og steinseljukryddi. Silungurinn var bakaður í ofni en steinbíturinn snöggsteiktur á báðum hliðum við mikin hita í augnablik og látinn klára sig á nokkrum mínútum í ofni. Með þessu var borið fram gróft salat með tómötum og franskri dressingu. Í eftirrétt var svo súkkulaðikaka með chili, etv heldur bragðsterk en svakalega hressandi. Til að milda bragðið, brá ég á það ráð að bjóða upp á sýrðan rjóma, -nýju útgáfuna.

Engin ummæli: