24. október 2008

Það er bjart framundan...

...og það byrjar á morgun. Nánar tiltekið kl 9.00. Í Elliðaárdalnum. Að því loknu ætla ég að bjóða einstakri manneskju upp á fótabað eftir þessum nákvæmu leiðbeiningum.

Olía í vatnið:
1 dropi lavender
1 dropi cypres

Settu rúnaða steina í skál fyllta heitu vatni og settu síðan einn dropa af lavender og einn dropa af cypress ilmkjarnaolíu úti. Nuddaðu fótunum yfir steinana og hafðu fæturnar í vatninu í nokkrar mínútur.

Nuddolía eftir fótabaðið:
15 dropar fennel
15 dropar cypress
2 msk olía, t.dd ólífuolía eða sweet almond olía

Ilmkjarnaolíunum blandað saman við olíuna og nuddað vel inn í fæturna.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á hvað leið ert þú bróðir þessa dagana????
Nuddolía á fætur!!!!!!!!
Man reyndar eftir pabba taka fæturnar á mömmu í gegn í stofunni heima, trúlega líkþorn og þessháttar en hann var líka sérstakur og oft á undan sinni samtíð í mörgu. Þú ert kannski á sömu leið, það væri ekki slæmt.

kv.
Bróðir

ærir sagði...

ja, -ég beiti nú ekki vasahnífnum af sömu leikni

Nafnlaus sagði...

PS. hvernig gerir maður nætursaltaðan fisk. Þarf pækil eða er nóg að salta vel með því grófa.

Nafnlaus sagði...

Nei þú þarft ekki pækil.
Þú stráir bara grófu salti á flökin að kvöldi eða morgni ef þú ætlar að elda hann að kvöldi og geymir hann í ísskáp, þú færð bragð eftir svona 6-8 tíma. Svo er bara prufa sig áfram með bragð.
Tengdamamma segir að hún hafi alltaf notað fínt salt fiskurinn tekur fljótar við því.

kv. Bróðir