20. október 2008

Snjókoma

Í dag snjóar sem minnir mig á áhlaupin sem hafa átt sér stað í október á sl. árum. Merkilegt að ég skuli yfirhöfuð minnast þeirra, en síðan ég fór í hestamennskuna þá er eins og að veðurvitund hafi farið vaxandi. Í hestamennsku verður maður hluti af náttúrunni. Að ferðast á hestum á sumrin er engu líkt. Nándin við náttúruna verður mikil og sterk. Reiðtúrar að vetri og samneyti við dýrin, að lesa hug þeirra og lundafar er ómetanlegt og gefandi. Ég hlakka til að taka inn hestana mína í desember.

Engin ummæli: