Almennt fjalla ég ekki um polítík á þessari síðu, copy/pasta ljóð og skrifa uppskriftir miklu frekar. Það er ákveðin dægradvöl. Ég fylgist þó með og í gær eftir dásamlega máltíð úr ofnbökuðum söltuðum kinnum og rækjum sátum við feðgar og hlustuðum á Davíð taka "óreiðuseggina" í bakaríið. Hann lítur ekki í eigin barm.

Gott að eiga Davíð að til að skýra hlutina út fyrir almúganum. Ekki getur Geir það.
Las
þennan kjarnyrta pistil í morgun og þótti nokkuð til koma. Jónas hestamaður fer einnig mikinn í sínum
pistlum þessa daganna. Þetta eru raddir sem þurfa líka að heyrast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli