
Spænskur kjúklingaréttur
Mælt er með 2 heilum kjúklingum eða 8 kjúklingabringum.
Skerið kjúklingana í stóra bita en skerið
bringurnar í þrennt. Ég notaði hinsvegar ódýrari kjúklingabita, efri læri. Ég notaði líka heldur meira af flestu gógætinu em í uppskriftinni er en þar er að finna. Slurkaði svona einhvernvegin á þetta allt. Átti opna rauðvínsflösku í ísskápnum og studdist við það fremur en hvítvínið. Svo bætti ég við rósmaringreinum.
Marínering:
½ hvítlaukur saxaður
¼ bolli rauðvínsedik
1/8 bolli oreganó
½ bolli sveskjur
¼ bolli ólífur
¼ bolli kapers
1 bolli olífuolía
6 lárviðarlauf
salt og pipar eftir smekk (góðan slatta). Setjið allt í skál og hrærið vel saman og
setjið kjúklinginn út í og látið marínerast í 6-24 klst.
Látið í eldfast mót og bætið út í:
¼ bolli steinselja, söxuð
½ bolli hvítvín
½ bolli púðursykur
Bakið við 180° í 40 mín. Berið fram með brauði, salati og hrísgrjónum. Má gjarnan hafa meira af sveskjum, ólífum og kapers allt eftir smekk hvers og eins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli