15. júní 2008
Á Hálfmána í fyrsta sinn!
Á Sunnudeginum 15. júní var haldið af stað frá Seli leið sem liggur mest með þjóðveginum um Skálholt, yfir Iðu á brú og niður Skeiðaafleggjarann alla leið að Árnesi og upp að Ásum í Gnúpverjahreppi. Þessi ferð gekk vel og hrossin mín fimm farin að hressast og venjast ferðahraðanum. Síðasta áfangann heim að Ásum reið ég í fyrsta sinn honum Hálfmána mínum. Ekki var laust við að ég væri smeykur við að fara á bak í fyrsta sinn, en það var ástæðulaus ótti. Hesturinn í góðu jafnvægi, alveg slakur og afslappaður og tölti svona ljómandi vel með mig alla leið, nema upp bröttustu brekkuna í heimreiðinni þar sem við stukkum létt. Þetta verður gæðingur það er ég viss um. Nú skortir þrek og úthald hjá honum blessuðum en það kemur og þá vex viljinn líka.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli