9. júní 2008

Hjörtur náði Ólympíulágmarkinu

Hjörtur Már sundmaður úr KR bættist í morgun í hóp þeirra sem hafa náð lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Peking þegar hann synti 100 metra flugsund á 54,46 sekúndum á alþjóðlegu móti í Mónakó.

Hjörtur varð fjórði í undanrásunum en lágmarkið í greininni er 54,71 sekúndur. Besti tími Hjartar fyrir þetta sund var 55,12 sekúndur en hann náði honum á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum.

Í gær varð Hjörtur í fimmta sæti í 50 metra flugsundi á mótinu í Mónakó á 24,42 sekúndum en það er 25. besti tíminn í greininni í Evrópu á þessu ári.

Mbl.is 8.6.2008

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með drenginn þetta er frábært og Hjörtur Már heill fyrir þer þetta toppar nærri því þann gamla sem lifði af Hvannadalshnjúk kv sys