16. júní 2008

Reynt við Þjórsá og horfið frá

Á mánudegi rann upp stóri dagurinn. Fyrir hugað var að ríða yfir Þjórsá á Nautavaði, fornri leið um suðurland. En þær fregnir bárust að Landsvirkjun væri farin a hleypa úr lónum og því væri áin orðin ófær. Flestum þótti þessar fréttir miður en öðrum var létt.
Nú var haldið upp Þjórsárdal frá Ásum í Gnúpverjahreppi og vegi fylgt inn að Sandá og þar farið inn á varðaða slóð upp að Hólaskógi með viðkomu á bænum Stöng þar sem við áðum og skoðuðum hinar fornu rústir sem eru grunnurinn að þjóðveldibænum neðar í dalnum.
Við riðum framhjá Gjáinni sem er mikil og fögur náttúrusmíð. Síðustu metrana heima að Hólaskógi riðum við í roki og moldviðri, en þar beið okkar veislukostur eins og reyndar öll kvöldin.

Engin ummæli: