10. júní 2008

Hjörtur Már fer á Ólympíuleikana

Örn Arnarson, sundmaður úr SH hefur lýst því yfir að hann muni ekki keppa í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst, en hafði tryggt sér þátttökurétt í greininni með því að synda undir B-lágmarki. Hefur Örn sent Sundsambandi Íslands staðfestingu á þessu. Ætlar Örn að einbeita sér að baksundinu á leikunum.
Má því búast við því að Hjörtur Már Reynisson úr KR muni fara til Peking til að keppa í 100 m flugsundinu, en hann náði í gær B-lágmarkinu, en aðeins einn keppandi frá hverri þjóð má fara inn á B-lágmarki í hverri grein.

Mbl.is 9.6.2008

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju allir!
Við fylgjumst með frá Ólafsfirði.
Gulla.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju !
Faðirinn á topp Íslands og sonurinn á ólympíuleikana.
Fátt sem toppar þetta.
Stjáni