2. júní 2008

Ís og eldraunir

Það kom af því að toppinum yrði náð. Ég og skógarvörðurinn lögðum land undir fót og fórum austur í Skaftafell með tjaldvagninn minn, hálf kvíðnir því sem þar biði okkar. Á móti okkur tóku hressir ungir fjallaleiðsögumenn sem stilltu mannbrodda á skó okkar og úthlutuðu ísöxum. Fengum við ýmsar leiðbeiningar og veðurspá til fjallgöngu snemma næsta morguns leit ekki illa út.

Vöknuðum kl 04:00 og ég teipaði tærnar til að reyna að forðast blöðrumyndun og síðan varð að velja fatnað því úti var rigningarúði, vedður stillt og logn. Al lokum sættumst við á að best væri að sleppa millilagi. Vera í nærbuxum og vatnsheldri skel. Mætt var við Sandfell kl 05:00 og ferðin hafinn hálftíma síðar. Gengið var fyrst upp i 400 m hæð og þar sem hægt var að fylla á vatnsbrúsa úr ferskum fjallalæk. Næst var stoppað á eggjum Sandfellsheiðar í 700 m hæð og hvílst í smástund en við 1050 m var farið í línu og gengin upp lengsta snjóbrekka landsins upp i tæpa 1900m eða á hábrún dyngjunar í Öræfajökli.

Þaðan var ganga og nú í snjókumu af og til og með ekkert ústsýni yfir dyngjuna sem er um 3 km löng og eftir 7 klst var komið að rótum Hvannadalshnjúk. Þar var ég nú eiginlega búinn að fá nóg en af þrjósku hélt ég áfram og hélt raunar að ekki gæti verið svo langt upp á topp en það reyndsit 2 klst ganga upp snarbrattan hamarinn, yfir viðsjárverðar sprungur, þar sem ég rann illilega til og endaði næstum ofan í einni þeirra í atriði sem hefði vel hæft í Indiana Jones mynd. En allt fór það vel.Á toppnum birti svo til og við fórum að sjá bláann himinn og einstaka hluti jökulisins þar til á niðurleið af hnjúknum að jökulinn hreinsaði sig alveg.

Í frásgöng af ferðinni má finna þetta "þegar allt í einu þokuskýin sem höfðu umlukið göngufólk gufuðu upp og himinbláminn kom í ljós. Hnúkurinn sjálfur varð sýnilegur, sem og Sveinstindur, Snæbreið og Hnapparnir. Ekki var svo amaleg fjallasýnin á leiðinni niður, Þumall, Miðfellstindur og Skaftafellsfjöllin skörtuðu sínu fegursta og sá vítt vestur um jökla".

Þetta var frábær upplifun. "Þjáninging er skammvinn en upplifuninn eilíf" eins og vís maður kvað. Göngutíminn var 15 klst, 7 klst að hnjúknum, 2 tíma upp og 6 tímar til baka. Okkar beið svo hressing þegar niður var komið en þegar heim á tjaldstæði var komið var slegið upp veislu að hætti skógfræðingsins, grillað lamba prime ribs í bláberja marineringu og viðhaft salat með grísku þema og skálað í Mumms Cordon Roughe.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afrekið báðir.
Þið eruð hetjur og heljarmenni

Stjáni

Guðný Pálína sagði...

Hamingjuóskir að norðan, flott að setja sér markmið og ná þeim :-)

ærir sagði...

takk fyrir bæði, það er einmitt málið að geta sett sér takmark og unnið að því allt frá því í febrúar og sjá svo árangurinn. það er ekki hvað síst sigurinn yfir sjálfum sér sem skiptir máli og svo að yfirfæra sjálfstraustið á önnur viðfangsefni dagsins. þetta hefur verið erfiður vetur.