30. desember 2008

Spáðu í mig

Ég er orðin meiri kaffisvelgur en gott þykir. Sló þó öll met, þó ekki í kaffidrykkju, á milli jóla og nýárs. Lét spá í bolla hjá mér. Þannig var að ég og Hólmgeir ásamt Finni og Guðjóni vinum okkar fórum í hestaleiðangur á Rangárvellina. Til að sækja hesta. Vorum við vel vopnum búnir og tilbúnir í slark. Það kom þó ekki til þess þar sem bændur á Kaldbak fóru á fjórhjólum að smala hólmann og komu með stóðið heim í gerðið. Á meðan sátum við með heimsætunni, þeirri elstu á bænum, glaðlyndri og skemmtilegri eldri frú sem krafðist þess að fá að spá í bollana okkar. Eftir nokkuð japl jaml og fuður, urðum við við þessari málaleita. Í fyrsta sinn var spáð í bolla fyrir mig eftir að ég hafði farið með allar serímóníurnar og snúið bolla bæði rangsælis og réttsælis í þrjá hringi yfir höfðinu. Aðrir gerðu líkt hið sama. Spádómarnir voru skemmitlegir en þó hélt hún einhverju eftir hjá sumum, sennilega slæmum tíðindum. Þannig má Finnur ekki fara í hrossakaup á næstunni því einhver reynir að hlunnfara hann. Hólmgeir er ungur og brokkgengur og hjá mér er bjart framundan og fjársjóður lá í botni bollans. Etv eitthvað lauslæti líka. Hver veit nema ég fari að að verða fráhverfur skírlífsheitinu á komandi ári.

Engin ummæli: