23. desember 2008

Gómlosandi

Heilagur Þollákur er á leiðinni. Tók forskot á sæluna í gær og fór á þrjá frakka og borgaði hvítuna úr augunum fyrir vel kæsta skötu. Var hún gómlosandi eins og sagt er í dag. Fljótlega dofnaði nef og svo tunga og á endanum fann ég ekkert bragð af vestfirsku hnoðmörinni sem var borin fram með þessu. Áferð rúgbrauðsins gat ég ekki greint svo dofin varð tungan og gómurinn.

Í kvöld fer ég svo í stór-stór fjölskyldu skötuveislu föðurættar minnar en sú hefð er ævaforn og eldri en elstu menn muna. Heldur hefur fækkað í hópnum því Kristín Jónsdóttir læknir, frænka mín lést á þessu ári en hún var vön að taka þátt í þessu með okkur. Elst verður Anna frækna ríflega níræð að aldri. Ég hitti hana fyrir tveimur dögum og hún var alveg ákveðin í að láta sig ekki vanta. Í Skipholtinu verða fagnaðarfundir fram eftir kvöldi.

Engin ummæli: