
Jólin hafa verið skemmtileg og gefandi. Þannig fékk ég graflax frá bróður mínum og mágkonu sem hefur verið þríveigis í forrétt um hátíðirnar hjá mér, eða í öllum veislunum sem ég hef haldið. Meira segja fengum við graflaxinn sem bróðir sendi systur okkar í stórfjölskylduveislunni á öðrum degi jóla. Enda alveg einstakt ljúmeti. Það vantaði bara uppskriftina frá mömmu að sósunni frægu. Hafið bestu þakkir bróðir og mágkona.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli