Á sunnudag leit ég við hjá systur og fékk áfyllingu af smákökum sem hafa runnið út hjá mér eins og heitar lummur og fallið sonum mínum og þeirra fylgifiskum vel í geð.
Eins og við var að búast hafði systir ekki setið auðum höndum, heldur hafði snúið við einum kraga á skyrtu hjá mér (já það er komin kreppa) og bakað lagköku að hætti mömmu gömlu samkvæmt uppskrift skrásettri af Gunnu systur. Vel tókst til og var hún stökk eins og vera ber en ekki eins og þessar linkökur í lögum sem nútildags fást í stórmörkuðum.
Gunna mun hafa haldið því fram að engir dropar væru í deiginu en systir var ekki frá því að það vantaði kardemommur eða vanillubragð. Ég sem er svo miklu yngri að ég kann ekki að greina þar á milli, enda vildi ég sem barn miklu frekar brúnkökuna með hvítakreminu og lagðist á þá sort og lét systkinum mínum eftir ljósukökuna með sultunni. Mér fannst lagkakan hinsvegar gómsæt og svo var einnig með synina sem fengu hana í eftirrétt um kvöldið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
og sér sá yngri eftir því að hafa ekki tekið kökuna með sér heim... líkt og sá eldri... fæ vonandi hjá þér á morgun :)
kv. Yngri.
"Skil fyrr en skellur í tönnum" auðvitað er sú brúna til,hún er bara í frystinum sys
þarf að kanna frystinn við tækifæri.
Skrifa ummæli