15. desember 2008

Hangið kjöt og hugarglímur

Á laugardaginn var ég með 13 manns í mat. Það var þrekvirki fyrir piparsvein. Um daginn tóku vinir mínir hús af mér og lögðu undir laufabrauðsgerð að áralöngum sið. Deig var hnoðað, brauð var flatt og útskorið á listilegan hátt. Vinir mínir komu með gamla heimasmíðaða íslandsfiðlu með þrem strengjum, symphón og enska hörpu og sungu lög frá 17. öld. Annar las upp úr sögu jólanna og ég las nokkur ljóð úr en óútkominni ljóðabók minni sem vonandi sér dagsins ljós á næsta ári. Hver veit. Að lokum var stórt hundrað laufabrauðs steikt í potti.

Um kvöldið bauð ég svo upp á hangikjöt, afskorninga, baunir og rauðkál og kartöflur. Reyðfirðingurinn sauð uppstúf og komast tólf manns að stóra borðstofuborðinu mínu. Þetta þótti mér afrek og var spjallað og sagðar lygisögur langt fram eftir kvöldi.

2 ummæli:

Katrin Frimannsdottir sagði...

Mér varð svo sannarlega hugsað til ykkar. Hér voru aftur á móti 90 manns frá deildinni hans Halla en ég hefði svo miklu frekar viljað vera í ykkar félagsskap. Þetta hljómar sem afskaplega skemmtilegur félagsskapur.

ærir sagði...

það hefði nú verið gaman að hafa ykkur með. oft koma heiðursgestir í selskapinn