30. desember 2008

Engar smásögur

Það er alltaf gaman á jólum. Með aldrinum finnst mér orðið meira gaman að gefa en þiggja og farinn að skilja máltækið. Þannig gaf ég málverk eftir sjálfan mig. En ekki víst að öllum þyki sem þau hljóta þyki það eins gaman.

Það er gaman að sjá hvað kemur upp úr pökkunum. Þannig fékk ég Rökkurbýsnir eftir Sjón og Engar smásögur eftir Andra Snæ. Einnig forláta norska peysu sem ég fór í öll jólaboðin í og ætla helst ekki úr fyrr en hún fer að lykta, -en það gera lopapeysur seint.

Engin ummæli: