8. desember 2008
Æris mýkt
En mýkist Ærir. Um helgina var hann uppduppaður í aðstoðarmannshlutverk bakara. Réttarasagt varð hann bakaradrengur og bakaði piparkökur, vanilluhringi, súkkulaðibitakökur og spesíur. Allt í boði systur sem hnoðaði deig á meðan ég las upp uppskriftir og deildi í eða margfaldaði hverja lúku af hveiti, sykri og smjöri eftir því sem við átti. Það var vandasamt hlutverk. Mest vinnan fór þó í að gera vanilluhringina enda ákveðið verklag frá móður okkar sem þarf að halda til haga. Það þarf nefnilega að ná fram göddum á hringina og það gerist aðeins ef deigið er nægjanlega kallt og stinnt. Þá verða til stjörnu kransar og því þarf að hafa hraðar hendur á. Allt var þetta mælt og mótað eftir kúnstarinnar reglum og bakað við 200 gráðu hita og og tími stilltur eftir nefi systur minnar sem veit hvenær smákökur eru fullbakaðar með því einu að greina lyktarbreytingu í eldhúsinu, en slíka hæfileika hef ég ekki enn þróað með mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli