5. september 2005

Yfirvegaður og svalur

Yfirvegaður, svalur og frumlegur. Vill vera sérstakur
og öðruvísi. Er oft á undan samtímanum. Þarf frelsi.
Pælari og hugsuður. (Sól í Vatnsbera). Í 5. húsi: Fær
kraft með því að fást við skapandi verkefni sem
spretta af eigin hvötum. Lífsorkan styrkist þegar hann
stjórnar og er í miðri hringrás athygli og atburða.
Tilfinningar og heimili
Einlægur, líflegur og opinskár. Fastur fyrir. Þarf
lífsstíl sem einkennist af skapandi og skemmtilegum
viðfangsefnum. (Tungl í Ljóni). Í 11. húsi: Líður
best tilfinningalega þegar hann er virkur í
félagsmálum, hópstarfi og verkefnum sem varða
samfélagið.
Hugsun
Jarðbundinn, skynsamur og skipulagður. Tjáir sig á
yfirvegaðan og rökfastan hátt. Málefnalegur. Vill sjá
áþreifanlegan árangur. (Merkúr í Steingeit). Í 5. húsi:
Hugsunin lifnar við þegar hann fæst við skapandi
verkefni og leitar þekkingar. Þarf skemmtanir sem
eru ’vitsmunalegar’ og tengjast fróðleik, miðlun og
pælingum.
Ást og samskipti
Yfirvegaður og svalur. Vill sjálfstæði og yfirsýn
(vera óháður fólki). Hrífst af fólki sem veit margt og
gaman er að tala við. (Venus í Vatnsbera). Í 6. húsi:
Vinna tengd samvinnuverkefnum og/eða listum. Góð
samskipti við vinnufélaga.
Framkoma
Jarðbundinn, nákvæmur og gagnrýninn. Eirðarlaus
og duglegur. Hefur gaman af því að tjá sig og
skilgreina hluti. (Rísandi í Meyju)
Markmið og ímynd
Sækir í markmið sem auka þekkingu hans, tengjast
miðlun, menntamálum og tjáskiptum. Vill þroska
hugsun sína og tjáskiptahæfni. Fjölhæfur.
(Miðhiminn í Tvíbura)
Framkvæmdir
Fastur fyrir og ákveðinn. Getur verið seinn í gang, en
vinnur eins og jarðýta þegar áhugi er fyrir hendi.
Þrjóskur og vill sjá árangur. (Mars í Nauti). Í 9. húsi:
Fær kraft þegar vinna er fjölbreytt, tengist
ferðalögum og víkkar sjóndeildarhring hans. Þrífst í
’þekkingarstörfum’.
Viðhorf og tækifæri
Hefur sterkar og ákveðnar skoðanir á heiminum. Það
færir honum gæfu að leggja stund á sálfræði,
sjálfsþekkingu og stjórnun. (Júpíter í Sporðdreka). Í
3. húsi: Vaxtartækifæri liggja í námi, skólastarfi,
pælingum, miðlun og því að efla með sér jákvæða
hugsun.
Lærdómur og agi
Prófraunir í lífi hans tengjast starfi og starfsframa,
yfirvaldi margs konar, kerfum þjóðfélagsins, ábyrgð
og aga í vinnu. (Satúrnus í Steingeit). Í 4. húsi: Þarf
að takast á við erfið verkefni eða álag vegna heimilis,
húsnæðis og fjölskyldu. Mögulega erfið bernska.
Nýjungar
Tilheyrir kynslóð sem skapar byltingu í
skemmtanaiðnaði og viðhorfum til lista og
sköpunarkrafts einstaklingsins. (Úranus í Ljóni). Í 12.
húsi: Hefur sérstakt innsæi í andleg mál og
samvitund mannsins. Býr yfir duldum hæfileikum.
Felur sérstöðu sína.
Hugsjónir
Tilheyrir kynslóð sem sækir innávið, virkjar
ímyndunaraflið og dáir leyndardóma og furður
sálarlífsins. (Neptúnus í Sporðdreka). Í 3. húsi:
Listræn hugsun, sköpunargáfa, víðsýni, draumlyndi,
utanvið sig, eða a.m.k. sterkt ímyndunarafl.
Umbreyting
Tilheyrir kynslóð sem stendur fyrir umskiptum í
tæknimálum, heilbrigðismálum og vinnusiðum fólks.
(Plútó í Meyju). Í 12. húsi: Ótti við neikvæðni og
jákvæðni (að leyfa sér allt það besta). Þarf að kafa
inná við og hreinsa til í undirvitundinni.
Afstöður
Sól mótstaða Tungl: Spenna milli egós og vilja og
tilfinninga og lífsstíls. Þegar einu takmarki er náð, þá
er strax leitað eftir öðru. Innri órói.
Tungl spenna Neptúnus: Næmar og
landamæralausar tilfinningar. Samhygð. Upplausn og
skortur á fókus eða skapandi ímyndunarafl og
listrænir og andlegir hæfileikar.
Mars mótstaða Júpíter: Kraftur, sjálfstraust og
athafnasemi; þarf stórt athafnasvæði og frelsi í
framkvæmdum. Þarf að hreyfa sig, t.d. íþróttir og/eða
ferðalög.
Satúrnus samhljómur Plútó: Á auðvelt með að
hreinsa til, losa sig við óþarfa og beina athygli að því
sem skiptir máli. Getur verið grimmur, en einnig
ákveðinn og markviss.
Sól spenna Neptúnus: Sterkt ímyndunarafl. Óskýr
fókus eða stórhuga, víðsýnn og skapandi. Þarf stórt
leiksvið. Á til að fórna sér fyrir málstað.
Venus spenna Mars: Sterkar ástríður og þrár.
Stundum ákveðinn og baráttuglaður, stundum
eftirgefanlegur í samskiptum. Þarf að finna jafnvægi
milli þess að gefa og taka. Líflegur.
Merkúr samhljómur Mars: Skörp, kraftmikil og
athafnasöm hugsun. Áhugi á líflegum rökræðum.
Handlagni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar í fjáranum fannstu þetta? bentu mér á, hef áhuga fyrir nautinu. Nokk sönn lýsing.

ærir sagði...

maður verður að geta lesið úr stjörnunum! Annars þarf bara fæðingarstað og stund og ég leysi úr þessu.........