Í dag barst mér skeyti um að ég væri klukkaður, hélt reyndar að átt væri við að ég væri klikkaður. Það væri nærri lagi og sjaldan lýgur almannarómur. En þetta er leikur á netinu. Mitt unga hjarta tekur náttúrulega þátt í því, enda barn í anda þó annað megi á grönum sjá.
En leikurinn gengur út á að þeir sem eru klukkaðir (ítreka : ekki klikkaðir) eiga að gefa upp fimm staðreyndir (sannar eða etv íkjur) um sjálfan sig og svo klukka áfram. En aðeins er hægt að klukka þá sem eiga bloggsíður, held ég.
Um mig má segja, sbr hið fyrrkveðna:
1. Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi.... (úti að aka)
2. Í höfðinu grufla svo á heilanum sjóði.... (allur í rugli)
3. Á þrumurnar hrópa, - ó gefðu mér guð.... (frústreraður)
4. Á himninum stjörnurnar starir.... (draumóramaður)
5. Að flytja ljóð um langan veg og lygi berja saman....(óraunsær)
Ég klukka á Hal Húfubólguson, Huxy, Guðnýju hugrenndu og Kötu í Rochester og svo líka Fingurbjörgu og líka Björku brauðlausu sem bakar brauð til hryðjuverka (hún má klukka á mína síðu).
Klukk, klukk eða klikk, klikk......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
halló, halló, svona fyrst það var ég sem klukkaði þig, þá má ég kvarta aðeins. hvernig væri að segja eitthvað bitastætt? úti að aka, allur í rugli, frústreraður, draumóramaður og óraunsær????? hvurslags söngur er þetta eiginlega? vona að þarna sé á ferð skáldlegur spuni (sem er ekki leyfður reyndar í leiknum, eingöngu staðreyndir)
Skrifa ummæli